Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 21

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 21
.... farnir 1956 Fór Birgir Scheving:, Kjöt & Grænmeti 1/10 Bjarni J. Friðfinnsson, Sendladeild 1/10 Kolbrún Ingólfsdóttir, Yéladeild 54 1/10 Kristj. Thorlacius, Reykh. & Garnast. 1/10 Ólafur Geirsson, Kjöt & Grænmeti 1/10 Helga Jakobsdóttir, SÍS-Austurstræti 2/10 Hrafn E. Jónsson, Sendladeild 2/10 Kristján Ólafsson, Sendladeild 3/10 Eysteinn R. Jóhannsson, Verðlagning 3/10 Páll Davíðsson, Sendladeild 8/10 Valgarð Jörgensen, Véladeild 52 12/10 Margrét Sigvaldad., SÍS-Austurstr. 13/10 Sigurður G. Sigurðsson, Hagdeild 13/10 Hilmar Agústsson, Sendladeild 16/10 Jón Gunnarsson, Véladeild 53, Hr.b. 20/10 Asgeir M. Jónsson, Sendladeild 24/10 Hafþór I Jónsson, Sendladeild 26/10 Jóna Sæmundsdóttir, Bókhaldsdeild 31/10 Margrét Jósefsd, Vélad.. 53, Hr.b. 31/10 Stefán Gunnarsson, Bókhaldsdeild 31/10 Fjörugt félagslíf hjá SF/KEA, Akureyri „Jæja, hvernig leizt honum á tillögur þínar ?“ Yfir fjöll og auðar strendur. Yfir borg og sveitirnar. Yfir heimsins höf og lendur. hljómi jólaklukkurnar. H.B. Mikið fjör er nú í félagslífi starfsfólks KEA á Akureyri um þessar mundir. Rekur félagið alls konar starfsemi, sem nýtur mikilla vinsælda og þátttöku fé- lagsfólks. Má þar geta íþróttanáms- skeiðs, tvímenningskeppni í bridge, tungumálanámskeiðs (enska, þýzka), skáknámskeiðs og kennslu í ræðu- mennsku. Eftir hátíðar hyggur félagið svo á alls konar skemmtanahald og má með sanni segja, að þeir séu ekki aðgerðar- lausir þar fyrir norðan. Þá hefir Krummi, b]að þeirra KEA- manna, komið út fyrir nóvembermán- uð. Segir bar frá afmælishófi KEA, en félagið átti sjötugsafmæli 19. júlí. Var haldið veglegt hóf að Hótel KEA 26. og 27. október. Ollu starfsfólkinu var boðið og komu um 600 manns til hófs- ins. Blaðið greinir einnig frá þeirri venju kaupfélagsins að bjóða starfs- fólkinu til fiskveiða á hverju sumri. Var í sumar farið á skipi félagsins, Snæfelli, 26. ágúst. Heldur voru veður- guðir óblíðir, en ferðin tókst þó vel og höfðu menn með sér fisk í soðie þegar heim var haldið. I leiðara Krumma er þess getið, að til athugunar sé að breyta blaðinu í svipað brot og Hlynu - er í. 21

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.