Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 24

Hlynur - 15.12.1956, Blaðsíða 24
4. ÁRG. 11.—12. TBL. NÓV.—DES. 1956. 9 otl aí uita. • • að nú er ár liðið frá því að Hlynur hóf göngu sína í núverandi búningi. Fyrsta blaðið kom út í nóvember 1955. Þetta telst þó vera fjórði árgangurinn, því þrír höfðu komið áður en blaðinu var breytt. að útbreiðsla Hlyns hefir gengið mjög vel á þessu ári. Blaðið hefir víðast hvar fengið hinar beztu viðtökur. Munið að Hlynur er blað samvinnustarfsmanna og því hinn æskilegasti vettvangur fyr- ir hvers konar hugðarefni þeirra. að Hlynur er smátt og smátt að taka upp annað sendingarkerfi, til starfsfólks kaupfélaganna, en verið hefir. Mun blaðið sent beint heim til starfsfólks- ins, en ekki í einu lagi til hvers kaup- félags. Eru viðkomandi félög beðin að gleyma ekki að senda lista yfir starfs- fólk sitt. að merkispjöld þau, sem talað er um í þættinum um eignaeftirlit í síðasta blaði, eru úr alúmíníum. Má því beygja þau eftir vild, og afar auðvelt er að koma þeim fyrir, hvernig svo sem hlut- irnir eru lagaðir. að greinin vakti mikla athygli. Kaupfélag Hafnfirðinga og SIS-Austurstræti hafa þegar gert pöntun á slíkum merki- spjöldum og hyggjast reyna þau. að Kaupfélag V.-Húnvetninga, Hvamms- tanga, hefir nýlega fest kaup á kvik- myndasýningatækjum (mjófilmuvél), sem það hyggst nota í fræðslu- og félagsmálastarfi sínu. að kvikmyndir þær, sem forstöðukona til- raunaeldhúss sænska samvinnusam- bandsins, sýndi hér á húsmæðrafund- um fyrir nokkru, eru nú í eigu fræðslu- deildar SÍS. að þau kaupfélög, sem hafa sitt hvora frumbókina fyrir félags- og utanfé- lagsmannaviðskipti og halda þeim þannig alveg sundurskildum, full- nægja þeim kröfum, sem skattayfir- völdin gera til samvinnufélaga hvað þetta snertir. að Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfcssi, er nýlega kominn heim frá út- löndum, en hann hefir dvalizt ytra í sumar. að salan hjá vefnaðarvörudeild KRON gengur mjög vel og hefir aldrei verið hlutfallslega meiri í október og nóvem- ber en nú í ár. að verksmiðjur samvinnumanna leggja sinn skerf af mörkum til aukins um- ferðaöryggis. Mun framvegis fylgja smekklegt sjálflýsandi öryggismerki hverri barnaúlpu frá Heklu. að árlega bætast 600—800 nýir nemend- ur í Bréfaskóla SÍS. Námsgreinar skólans eru nú orðnar 24 og kennar- ar 17. Friðrik Ólafsson, hinn kunni skákmaður, er að semja kennslubréf í skák fyrir skólann. er gefinn út af Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, Starfs- mannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdanarson, en auk hans í ritnefnd Guðrún Þor- kelsdóttir og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og af- BLAÐ SAMVINNU- greiðsla hjá fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík STARFSMAN N A Verð: 35.00 kr. árg., 3.00 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.