Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 2
Aðalfundur SF/SÍS Guðrún Jóhann Fundurinn var haldinn miðviku- daginn 15. desember sl. Setti hann Daníel Halldórsson, fráfarandi for- maður, og skipaði Leif U. Ingimars- son fundarritara. Flutti formaður síðan skýrslu um starfsemina sl. ár. Félagið stóð fyrir árshátíð og jóla- skemmtun 1964, svo og góugleði í skíðaskálanum í Hveradölum síðla vetrar, og tókst hún mjög vel. Þá gat Daníel þess, að það hefði komið í sinn hlut að annast nýafstaðna árs- hátíð félagsins á Hótel Borg. Kvaðst hann lítils stuðnings hafa notið frá meðstjórnendum sínum á árinu. Reikningar félagsins lágu ekki fyrir og var lestri þeirra því frestað. Var því næst flutt skýrsla hridge- nefndar. Stóð hún á starfsárinu fyr- ir einmenningskeppni, sem stóð yfir fjögur kvöld, og vann hana Einar Jónsson. Eftir áramót var háð tví- menningskeppni með tuttugu þátt- takendum, og lauk henni í marz; sigurvegarar urðu Ólafur Karlsson og Jón Björnsson. Þá voru nokkrar sveitarkeppnir háðar. Síðast en ekki sízt ber að geta þess, að nefndin bauð bridgeliði frá Starfsmannafé- lagi KEA suður til keppni, og var spilað á fimm borðum. Unnu SÍS- SKÚLI menn með 18 stigum gegn 12 og fengu farandbikar þann, er Jakob Frímannsson, formaður stjórnar SÍS og kaupfélagsstjóri KEA, gaf til bridgekeppni milli starfsmanna sam- vinnufyrirtækja. Að keppni lokinni bauð SÍS öllum keppendum til veizlu á Hótel Sögu. Nefndin naut fjárhagslegs stuðnings frá SÍS, er kom að mjög góðu haldi. Skýrslur frá öðrum nefndum komu ekki fram, og verður því að ætla að þær hafi hummað alla starfsemi fram af sér. Arnór Valgeirsson lagði til, að Ijósmyndaklúbburinn yrði eftirleiðis látinn heyra undir starfsmannafé- lagið. Þá mæltist hann til þess við félagsstjórn, að hún léti sem fyrst ganga frá reikningum fráfarandi 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.