Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 4
Aðalfundur FSSA félags starfsmanna Samvinnutrygg- inga og Andvöku var haldinn í fund- arsal Samvinnutrygginga 18/11 565. Friðjón Guðröðarson setti fundinn og stjórnaði honum í fjarveru frá- farandi formanns Gunnars Sigurðs- sonar. Lesin var fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt. Gjaldkeri félagsins, Friðjón Guðröðarson, las upp reikninga þess og voru þeir sam- þykktir mótatkvæðalaust. Fundar- stjóri bar fram tillögur fráfarandi stjórnar um stjórn og nefndir fyrir næsta starfsár og voru þær svohljóð- andi: Stjórn: Formaður: Gunnar Steindórsson, gjaldkeri: Jón Guðmundsson, ritari: Hreinn Bergsveinsson, til vara: Ás- geir Sverrisson og Jóhanna Karls- dóttir. Endurskoðendur: Þorsteinn Stef- ánsson, Brúnó Hjaltested. Skáknefnd: Sigurður G. Sigurðs- son, Þórður Sveinbjörnsson, Bjarni Pétursson. Bridgenefnd: Örn Björnsson, Reyn- ir Hauksson, Guðgeir Ágústsson. Skemmtinefnd: Gunnar H. Sigurðs- son, Fríður Guðmundsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson. Voru þessar tillögur samþyktar að því undanskildu, að tillaga kom frá Erni Björnssyni um Kristínu Guð- björnsdóttur, sem ritara í stjórn í stað Hreins Bergsveinssonar. Tillag- an var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn sex. Skýrt var frá störfum skemmti- nefndar og stóð hún fyrir árshátíð og tveimur kynningarkvöldum. Kom fram tillaga frá Guðgeiri Ág- ústssyni á þá leið að nýkjörin skemmtinefnd athugaði möguleika á GUNNAR Hreinn Jón því að halda Þorrablót og var gerð- ur góður rómur að henni. Ýmis mál: Friðjón Guðröðarson taldi þörf á, Framh. á bls. 12 4 HLTNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.