Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 12
Forstöðumaður starfsmannahalds Jón Arnþórsson hefur að sinni látið af störfum hjá SÍS og mun dveljast erlendis næstu árin. í stað hans hefur Gunnar Gríms- son verið ráðinn fulltrúi forstjóra og jafnframt for- stöðum. starfs- mannahalds SIS. — Gunnar er fæddur að Húsavík við Steingrímsfjörð 9/2 1907. Hann nam búfræði við Hvanneyrarskóla, var bankaritari á Eskifirði 1934—37, kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1937—55 og kennari við Samvinnu- skólann Bifröst 1955—62, er hann flutti til Reykjavíkur og tók við störfum hjá Sambandinu þar. — Kvæntur er Gunnar Sigurlaugu Helgadóttur. Aðalfundur FSSA Framh. af bls. 4. að lög félagsins yrðu endurskoðuð og urðu fundarmenn sammála um að kjósa nefnd til þsss. í hana voru kjörnir: Friðjón Guðröðarson, Guðgeir Ág- ústsson, Þórir Gunnarsson. Þá var rætt um félagsstarfsemi og þörf á að efla hana. Var stjórninni falið að fara þess á leit við Ásgeir Magnússon framkvæmdastj., að fé- lögunum yrðu leyfð afnot af „turn- herberginu" til félagsstarfsemi. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið. Árni Sigurbjörnsson. Árshátíð SF/SfS 1965 Árshátið Sf/SÍS, Reykjavik, var haldin á Hótel Borg 27. nóvember sl. og var að venju fjölsótt og með miklum myndarbrag. Veizlustjóri var Daníel Halldórsson, formaður Starfsmannafélags SÍS. Ræður fluttu Erlendur Einarsson, forstjóri SIS, og Leifur Unnar Ingimarsson, sölumað- ur hjá Iðnaðardeild. Þá afhenti for- stjóri tuttugu og fimm ára starfs- mönnum silfurmerki SIS. Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona, söng nokkur löq og Karl Einarsson leik- ari fór með gamanþátt. Að loknu borðhaldi var svo dans stiginn af miklu fjöri. Meðfylgjandi myndir tók Kári Jónasson á skemmtuninni. Á þeirri efstu sjáum við þau (t. f. v.), Gunn- ar Grímsson, forstöðumann Starfs- mannahalds SÍS og konu hans, Sig- urlaugu Helgadóttur, Jón Sigurðsson kaupféiagsstjóra á Brúarlandi, og konu hans Lilju Sigurðardóttur, Skúla Ólafsson, deildarstjóra í Bú- vörudeild, Jóhann Steinsson, fuli- trúa og Freygerði Pálmadóttur, skrif- stofustúlku í sömu deild. Miðmynd: Sören Jónsson, deildarstjóri Vefn- aðarvörudeildar, og kona hans Anna Sigurðardóttir og Reimar Charles- son, deildarstjóri Búsáhaldadeildar og kona hans Erna Hartmannsdótt- ir. Neðsta mynd: Guðrún Þorvaids- dóttir, skrifstof ustúlka hjá Birgða- stöð StS og Jónína Pétursdóttir, Byggingavörudeild. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.