Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 16
14. árg. 1. tbl. 1966. 9 ott a Á uita að forsíðumyndin er af Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra í hinni nýju kjörbúð Kaupfélags Hafnfirðinga að Smára- hvammi. Myndina tók Þorvaldur Ág- ústsson. ao inni í blaðinu er grein um kjörbúðina ásamt myndum. að höfundur forsíðumyndarinnar af Val- gerði Dan, leikkonu, sem prýddi jóla- hefti Hlyns 1965, er Oddur Ólafssan. að Bréfaskóli SÍS hefur núi verið síarf- ræktur í aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa nemendur skólans verið alls 15.040. að skólastjórar Bréfaskólans á þeim tíma hafa verið Ragnar Ólafsson, lögfræð- ingur, Jón Magnússon, fréttastjóri, Vilhjálmur Árnason, lögfræðingur og núverandi skólastjóri, sr. Guðmundur Sveinsson. að nemendur skólans eru nú nálægí 1150, en kennarar átján. Umsjón og dagleg- an reksíur skólans annast Jóhann Bjarnason. að um sl. áramót varö sú breyting á reksíri Bréfaskólans, að hann var gerður að sameignarstofnun verkalýðs- hreyfingarinnar og samvinnuhreyfing- arinnar. Verður heiti skólans þá eftir- leiðis Bréfaskóli SÍS og ASÍ. að í samræmi við þessa breytingu á reksíri skólans hafa allmargir nýir kennslubréfaflokkar verið áformaðir, en kennslugreinar hans eru nú þrj-á- tíu að tölu. Fyrstu námsgreinarnar frá hendi Alþýðusambandsins verða Hagræðing, Bókhald verkalýðsfélaga Vinnulöggjöfin og Saga verkalýðs- hreyfingarinnar á Islandi. að í framkvæmdanefnd Bréfaskólans eiga sæti Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Hannibal Valdimarsson, forseti AS , og Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Bréfaskólans. að á síðasta aðalfundi Starfsmannafélags SIS, Reykjavík, var Guðröður Kjart- ansson, starfsmaður hjá Dráttarvélum h.f., kjörinn í ritnefnd Hlyns. Tekur hann þar sæíi í stað Árna Reynis- sonar, sölustjóra hjá Bifreiðadeild. — Hlynur vottar Árna þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins og býður jafnframt eftirmann hans velkominn til starfa. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi ísl. Samvinnufélaga, Starfsmanna- félagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Páll H. Jónsson. Auk hans eru í ritnefnd Guðvarður Kjartais- son og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: kr. 100,00 árgangurinn, 10,00 kr. heftið. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.