Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 12
Nýtt verzlunarhús hjá Kaupfélagi Húnvetninga Síðla í nóvember sl. tók Kaupfé- lag Húnvetninga í notkun nýtt og stórmyndarlegt verzlunar- og skrif- stofuhús á Blönduósi. Stendur það austan Blöndu, skammt norðan Blöndubrúar. Vinna við byggingu hússins hófst sumarið 1963 og tók Trésmiðjan Fróði á Blönduósi að sér verkið. Húsið er tvær hæðir að nokkrum hluta. Grunnflötur alls, með útipöllum, er 1193 fermetrar, en sjálfs hússins 1120 fermetrar. Rúmmetratala þess er nálega 5700. Teikningar allar annaðist Teikni- stofa SÍS í Reykjavík. Verkstjóri frá upphafi var Einar Evensen bygg- ingameistari. Efri hæðin, þar sem skrifstofur samvinnufélaga héraðsins verða, er ófullgerð ennþá, en því verki verður haldið áfram svo fljótt sem verða má. Vinna við húsið hefur að lang- KAUPFÉLAGSST JÓRI Á SKAGASTRÖND Við kaupfélags- stjórn hjá Kaupfé- lagi Skagstrend- inga hefur nýlega tekið Sigmar Hró- bjartsson. Hann er fæddur að Ríp í Hegranesi 24. maí 1919, tók próf úr Samvinnuskólan- um 1944 og lærði einnig múraraiðn, sem hefur verið aðalstarf hans, unz hann tók við kaupfélagsstjórn á s.l. hausti. — Kvæntur er Sigmar Jóhönnu Gunn- laugsdóttur frá Harastöðum í Skagahreppi. mestu leyti verið framkvæmd af inn- anhéraðsmönnum, en innréttingar 1 búð eru innfluttar frá sænska sam- vinnusambandinu, Kooperativa För- bundet í Stokkhólmi. — Verzlun öll fer þarna fram á einu gólfi í einum sal. Geta neytendur þarna fengið allar helztu nauðsynjar til heimilis- ins á sama stað. Má fullyrða, að verzlun þessi sé ein sú fullkomnasta á landinu. Gert er ráð fyrir að húsið kosti fullgert um þrettán til fjórtán milljónir króna. Kaupfélagsstjóri á Blönduósi er Ólafur Sverrisson, en formaður kaupfélagsstjórnar Guðmundur Jón- asson, bóndi í Ási. ESSO-pósturinn Starfsmannafélag Olíufélagsins h.f. hefur hafið útgáfu blaðs fyrir félags- menn sína, og kom fyrsta heftið út í desember s.l. Er það í sama broti og Hlynur, þrjátíu og tvær síður og prentað á mjög1 góðan pappír. Meðal efnis má nefna ávarp frá Vilhjálmi Jónssyni, framkvæmdastjóra Olíu- félagsins, ferðasögu frá Grikklandi, grein um upphaf sérverzlunar með olíur á íslandi, ferðasögu úr Þjórs- árdal, greinar um olíustöð á Gelgju- tanga og í Hafnarfirði, fréttir frá starfsmannafélaginu og margt fleira. Er ritið í heild fróðlegt og skemmti- legt og útgefendum sínum til sóma. Ritstjóri Esso-póstsins er Aðal- steinn Hermannsson, en blaðamenn Charlotta M. Hjaltadóttir og Hans Ragnar Linnet. Prófarkalesari er skráður Sigurgeir Þorkelsson og á- byrgðarmaður Vilhelm I. Andersen. Ritið er prentað í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar h.f. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.