Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 12
V iðskiptafræðinemar Framhald af bls. 10. essor, kennara sínum. í hópnum voru fjórar konur, einnig nemendur deildarinnar. — Ekki er blaðinu kunnugt, hvað mikið fyrirtæki kynna verðandi viðskiptafræðingum starf- semi sína eða hvort slíkt tíðkast yfirleitt. Hitt má ljóst vera, að nokk- urs er um vert, að þetta sé gert og ætti ávinningur að geta orðið gagn- kvæmur, og er því ánægjulegt að fá þennan fríða hóp ungra náms- manna hingað norður, þótt til skammrar dvaiar sé. Stórfyrirtæki skilja æ betur þýðingu þess að fá sérmenntað fólk til hinna ýmsu starfa, og er fremur líklegt, að ein- hverjir þessara nemenda verði kall- DEILDARSTJÓRI RAFMAGNSDEILDAR Pétur Péturs- son, sem undan- farið hefur starf- að sem sölustjóri Vauxhall/Bed- ford-bifreiða hef- ur verið ráðinn deildarstjóri Raf- magnsdeildar Véladeildar SÍS í stað Einars Birnis, sem látið hefur af störfum hjá Sambandinu samkvæmt eigin ósk. Pétur er fæddur á Hellissandi 15/8 1932. Hann stundaði nám í Sam- vinuskólanum 1952—1953 og hefur starfað hjá Sambandinu síðan. Kona Péturs er Aðalheiður Jóns- dóttir frá Sauðárkróki. aðir til starfs hjá stærsta kaupfélagi landsins, KEA.“ f heild var heimsóknin mjög vel heppnuð, og var hún jafnt gestum sem gestgjöfum til hinnar mestu ánægju. Starfsvettvangur Framhald af bls. 7. á allt er litið. En hvernig verður á- framhaldið? Félagshyggja gömlu hugsjónamannanna fer minnkandi. Fjármagnið hleðst upp i höndum ör- fárra einstaklinga við hlið kaupfé- laganna og veldur mjög harðri sam- keppni, sem þegar er orðin geig- vænleg sums staðar og á eftir að vaxa alls staðar. Aður fyrr var vöxt- ur og viðgangur kaupfélaganna mest kominn undir félagsmönnum, félags- h.yggju þeirra og tryggð við félög sín. Nú er hann fyrst og fremst í höndum starfsfólksins á öllum mögu- legum sviðum samvinnuhreyfingar- innar. Ný tækni, skipulag og úrvals starfsfólk verða burðarásar kaup- félaganna í framtíðinni. Eins og fyrr var sagt eru starfs- menn kaupfélaganna á Norðurlönd- um nl. 160 þúsundir og vinna allir í þjónustu sömu hugsjónar og að sama markmiði. Allir eru þeir frænd- ur og tala tungumál, sem eru svo náskyld og lík að þeim er vorkunn- arlaust að skilja hver annan, þegar frá eru teknir Finnar, sem hafa sér- stöðu í þeim efnum. Það er þess vegna rökrétt, að þetta fólk hafi sem mest samband sín á milli, læri hvað af öðru, fái persónuleg kynni hvað af öðru og efli með því bræðra- lag og samvinnu á breiðum grund- velli, jafnframt því sem það hjálpar hvað öðru til þess að verða gott starfsfólk. Það er öllum nauðsynlegt að fá sem hæst laun og allir vilja hafa sem stytztan vinnutíma. En því Pétur 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.