Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 14
böndum viS aðra fjölskyldu í öðru landi, sem hug hefði á hinu sama. Fjölskyldurnar kæmu sér síðan saman um að skiptast á íbúðum um tveggja til þriggja vikna skeið og losnuðu þannig við að búa á hótel- um. Aður en skiptin færu fram, hefðu þær skrifazt á og kynnt sér alla staðhætti. Einnig fengi stjórn viðkomandi landsfélags að vita um íbúðaskiptin, svo að hún gæti greitt fyrir gestunum og komið þeim i persónuleg kynni við starfsfélaga í viðkomandi landi. Af þessu hefði KPA engan kostnað annan en frí- merki á bréf. Tilraunir í þessa átt verða gerðar í sumar. Þá er önnur hugmynd, sem er enn á umræðustigi og hugsanlegt væri að byrjað yrði á sumarið 1967. Hún er sú, að starfsfólk kaupfélaga á Norðurlöndum skiptist á störfum um tveggja til þriggja mánaða skeið. Það færi þannig fram, svo dæmi sé tekið: Ung afgreiðslustúlka í kaupfélagi á Islandi sneri sér til KPA og ósk- aði eftir skiptum á störfum við unga búðarstúlku í Noregi. Áður hefði hún farið til kaupfélagsstjóra síns og beðið um leyfi til skiptanna og eins það, að fá laun sín greidd fyrirfram til tveggja eða þriggja mánaða. Stjórn KPA sneri sér til stjórnar KPA í Noregi og spyrðist fyrir um það, hvort vitað væri um sams konar óskir þar í landi. Ef í Ijós kæmi, að slík ósk lægi fyrir, væri hlutaðeigendum komið í sam- band bréflega. Norska stúlkan fengi einnig sín laun greidd fyrirfram. Þær störfuðu því kauplaust hvor á sínum stað, eftir að skiptin hefðu farið fram, því þær væru búnar að fá sín laun greidd. í mörgum tilfell- um gætu þær einnig haft skipti á herbergjum og heimilum, því margt ungt starfsfólk býr og hefur fæði heima hjá foreldrum sínum, sem fúslega mundu hafa skipti á börn- um svo stuttan tíma. Ferðir fram og til baka yrðu hlutaðeigendur að kosta sjálfir. Sumir óttast örðugleika í sam- bandi við tungumálin. Sá ótti er ó- þarfur. Fjölda mörg störf i kjörbúö- um nútímans eru þannig, að þau krefjast ekki mikillar leikni í tungu- málum, auk þess sem það er stað- reynd, að þann litla mun, sem er á þjóðtungum Norðurlanda, yfirstíga allir á mjög stuttum tíma, þegar frá er tekin finnska. ÖIl óþægindi í sam- bandi við tungumál er auðvelt að leysa með brosi og vinsamlegri fram- komu. Allt starf KPA á undanförnum ár- um og þær hugmyndir, sem nú er ætlunin að hrinda í framkvæmd, stefna að einu og sama marki, að efla samstarf og bróðurleg kynni á milli fólks, sem er náskylt og á svo margt sameiginlegt, og hjálpa starfs- fólki kaupfélaganna til þess að verða enn betra og hæfara starfs- fólk, samvinnuhreyfingunni til efl- ingar og um leið hagsmunum þess sjálfs. Eins og fyrr er sagt eru samvinnu- starfsmenn á íslandi ekki aðilar að þessum samtökum. En starfssystkin þeirra á hinum Norðurlöndunum bíða þess með eftirvæntingu, að þeir komi einnig með. Þó því aðeins að þeim finnist ávinningur að því og þeir hafi áhuga fyrir því. Allt starf KPA byggist á því, að sam- vinnustarfsfólkið vilji eitthvað á sig leggja og trúi á aukna samvinnu, bræðralag og kynni á vettvangi starfsins til eflingar þeirri hugsjón, sem liggur að baki samvinnuhreyf- ingunni. Þetta er í stuttu máli efnisútdrátt- ur úr erindi Axel Schou, en hann talaði blaðalaust á öllum fundunum og studdist aðeins við „plaggöt" og þess háttar. Hann kryddaði erindi sitt með gamansemi, skrítlum og dæmisögum að hætti allra góðra ræðumanna og kennara. Hélt hann 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.