Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 7
VÖRURÝRNUN Birgðastöð SÍS hetur nýlega sent frá sér fjölritaðan bækling um „vörurýrnun, helztu orsakir og tillögur til úrbóta." Er þar fjallað um vandamál, sem er ofarlega á baugi meðal þeirra, sem við matvöruverzlanir starfa, ekki sízt kjörbúðir, og hefur því orðið að ráði, að HLYNUR birti meginefni baeklingsins, til leiðbeiningar fyrir þá mörgu lesendur blaðs- ins, sem að búðarstörfum vinna. Birtist fyrsti hlutinn hér, en framhaldið mun koma í næstu blöðum. Eru þessar leiðbeiningar að nokkru unnar upp úr niðurstöðum nefndar, sem félag danskra kaupfélagsstjóra kaus til að vinna að þessum málum, og hafði hún sér til aðstoðar ýmsa sérfræðinga í verzlunarrekstri. í formála bækUngsins „Vörurýrnun, helztu orsakir og tillögur til úrbóta,“ segir m.a.: „Eitt erfiðasta vandamál, sem hver matvöruverzlun á við að etja, er vörurýrnunin. Ymsar kenningar hafa verið settar fram um það, hvernig snuast eigi gegn þessum vanda, en erfitt hefur reynzt að finna viðhlítandi lausn. Við, sem stöndum fyrir rekstri Birgðastöðvar SÍS, viljum gjarnan leggja fram ’okkar skerf í baráttunni gegn rýrnuninni og sendum nú frá okkur ýmsar leiðbeiningar, sem stuðlað gætu að minnkandi rýrnun í kaupfélags- búðum. Við viljum þó vekja athygli á, að hér er aðeins um leiðbeiningar að ræða, en ekki ákveðnar reglur. Þær verða að sjálfsögðu að koma frá viðkomandi kaupfélagsstjóra, eða verzlunarstjóra, hafi hann vald til að setja þær. Við væntum þess, að þessar leiðbeiningar komi starfsfólki kaupfélags- búðanna að sem mestu gagni og verði til þess, að það geti skilað enn betri árangri í starfi sínu." 1. kafli VÖRUKAUP Miðað er við þann tíma, þegar vörurnar koma til verzlunarinnar, og er því ekki fjallað hér um mikilvægi þess að hafa rýrnunina í huga við af- greiðsluna. Varðandi rýrnun, sem verður við vörukaup, skipta eftirfar- andi atriði mestu máli: 1. Móttaka á vörum. 2. Reikningaeftiriit. 3. Kvartanir og endursendingar. 1. Móttaka á vörum. Rýrnun getur orðið af eftirfarandi orsökum: a. Ófuilnægjandi eftirlit með hinu móttekna vörumagni. b. Brot eða skemmdir, sem ekki er hægt að sanna. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.