Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 9
1. Verðmerking. Rýrnunarorsakir eru eftirfarandi: a. Engin verðmerking (afgreiðslumaður eða stúlka man ekki verðið og gizkar á það, og þá gjarnan frekar of lágt en of hátt). b. Ógreinileg verðmerking (mislestur). Ráðið til að komast hjá rýrnun af þessum orsökum er fullkomið, kerfis- þundið fyrirkomulag á verðmerkingunni, eftir leiðbeiningum, sem gefnar eru hér: a. Með einstaka undantekningum eiga allar vörur í verzluninni að vera verðmerktar. b. Verðmerkingin sé framkvæmd sem allra mest í verzluninni. c. Verðmerkingin er gerð samkvæmt því verði, sem við samanburð við vörureikning var sett á hvert stykki eða pakka. d. Ef um umboðssöluvörur er að ræða, eru þær verðmerktar á ein- hvern annan hátt en hinar vörurnar, t. d. með rauðum verðmiðum. e. Samræmi í verðmerkingunni (sem einnig léttir undir við afreikning) fæst með því að merkja alltaf dósir að ofan og aðrar vörur í efsta horn til hægri, — „staður frímerkisins." f. Verð á öli, gosdrykkjum o. fl. er sett upp við peningakassann/af- greiðsluborðið (við HUGIN peningakassa fást sérstök plastskilti til slíks). Deildarstjóri skal jafnaðarlega líta eftir, að verðmerkingin sé greini- lega og nákvæmlega framkvæmd. Sérstaklega þarf að fylgjast vel með öllum breytingum á innkaupsverði. 2. Verðbreytingar. Rýrnunarorsakir eru eftirfarandi: a. Verðbreytingar eru skrásettar, en ekki framkvæmdar. b. Verðbreytingar eru framkvæmdar, en ekki skrásettar. Komið er í veg fyrir rýrnun af þessum orsökum með því að hafa ákveðnar reglur um, hvenær og hvernig verðbreytingar eru gerðar. í því efni getur eftirfarandi orðið til leiðbeiningar: a. Hver vörutegund má yfirleitt aðeins vera á einu verði í verzluninni. b. Undantekningar eru vörur svo sem smjörliki, kaffi og einkasöluvörur. c. Ef verð hefur verið sett framan á hillur, skal því breytt jafnóðum og breytingar verða á vöruverði. d. Við verðbreytingar færist magn (stk., kg.) ásamt verðmismun pr. einingu og samtals inn í verðbreytingabók. 3. Geymsla. Rétt geymsla á vörunum hefur þýðingu fyrir vöxt rýrnunarinnar, en hér er hins vegar ekki rúm til að taka afstöðu til þess, hvaða geymsluað- stæður séu nauðsynlegar fyrir hverja vörutegund. Þó má benda á eftir- farandi rýrnunarorsakir, sem geta komið til greina varðandi geymslu á vörum almennt: a. Hirðuleysi við geymslu á vörum. b. Vanþekking á, hvernig geymsla henti bezt fyrir hverja vörutegund fyrir sig. Rýrnun má fyrirbyggja með eftirfarandi: hlynur 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.