Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 11
b. Ekkert eSa ófullnægjandi eftirlit með móttöku á ýmsum fylgiskjölum eða kreditnótum. Eftirfarandi aðferðir fyrirbyggja rýrnun í nefndum tilvikum: a. Umbúðir endursendist við fyrstu hentugleika. b. Gengið sé frá umbúðunum og endursendingartilkynningu daginn áð- ur en umbúðunum er skilað. e. Kassar og flöskuumbúðir til ölflutningamanna og slíkra skulu einnig hafa verið undirbúnar til sendingar áður en söluvagninn kemur til fyrirtækisins. Áherzlu ber að leggja á, að móttaka eða endursending á umbúðum sé framkvæmd með sömu nákvæmni og móttaka eða endursending á vörum. III. kafli VÖRUSALA Varðandi rýrnunarhættu er æskilegt, að verzlað sé gegn staðgreiðslu að svo miklu leyti sem því verður við komið, og nauðsynlegt er, að um öll lánsviðskipti gildi fastar og ákveðnar reglur. Önnur helztu atriði, sem varða rýrnun við vörusölu, eru þessl: 1. Kvartanir viðskiptamanna. 2. Óhöpp hjá viðskiptamönnum. 3. Neyzla í búð. 4. Kassauppgjör. 1. Kvartanir viðskiptamanna. Rýrnunarhættan felst í því, að vörum er skipt eða samþykktar eru end- urgreiðslur, án þess að skrásetning eigi sér stað. Auk rýrnunarhættunnar er og ástæða til að benda á, að viðurkenning á óréttmætum kvörtunum orsakar tjón. Til að fyrirbyggja rýrnun og tjón af þessum orsökum skal bent á eftirfarandi: a. Samskonar og vandleg meðferð á öllum kvörtunum. Kvartanir skulu afhentar verzlunarstjóra eða deildarstjóra. b. Þær vörur, sem kvartað er yfir, skal komið með í verzlunina, og skal gengið úr skugga um, með framvísun kassakvittunar, vörumiða o. s. frv., að varan sé keypt í verzluninni. c. Ef kvartað er vfir, að skakkt hafi verið gefið til baka, verður að ganga frá smámismun (allt að 10 kr.) strax. Stærri ágreiningur (yfir 10 kr.) er afgreiddur þannig, að nafn viðskiptavinarins og upphæðin er skrásett. Eftir dagsuppgjör kassans verður verzlunarstjórinn að til- kynna viðskiptavininum, hvort uppgjörið sannaði réttmæti kvörtun- arinnar. Með tilliti til álits verzlunarinnar er ráðlegt að taka jafnan tillit til kvartana um kjöt og matvörur og ávexti og grænmeti. 2. Óhapp hjá id8skiptamcnni;rr\ Hér er einnig um það aö ræða, að orðið geti rýrnun eða tjón. Hægt er að fyrirbyggja rýrnun og tjón meö eftirfarandi: a. Með því að taka tillit til umgangs viðskiptavinanna um búðina við staðsetningu og söluútstillingu varanna. Framhald á bls. 13. HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.