Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 16
14. árgangur — 3. tölublað 1966 f ott a<f uita . . . að forsíðuna prýðir að þessu sinni Frið geir Ingimundarson aðalbókari hjá Dráttarvélum hf., ásmt pappírum sín- um og skjalamöppum. Þoryaldur Ag- ústsson tók myndina. að fleiri myndir af starfsliði Dráttarvéla hf. eru inni í þessu blaði. Eru þær birtar í tilefni af því, að Dráttarvélar hf. fluttu nýlega úr Sambandshúsinu í nýtt og glæsilegt húsnæði að Suður- landsbraut 6, og fékk HLYNUR Þor- vald Agústsson til að bregða sér þang- að með myndavélina. Sést árangur þeirrar farar á bls. 4—6 í þessu blaði. að dótturfyrirtæki SIS í Bandaríkjunum, ICELAND PRODUCTS INC., opnaði hinn 16. apríl sl. nýja og stórglæsi- lega fiskréttarverksmiðju í Harrisburg í Pennsylvaniu. Bætist hún við eldri verksmiðju sömu tegundar, sem rekin hefur verið þar frá árinu 1959. Nokk- uð hefur verið frá opnun verksmiðj- unnar skýrt í blöðum, og í maí-hefti SAMVINNUNNAR mun birtast all- ítarleg frásögn af þessum viðburði. að aprílhefti SAMVINNUNNAR er ný- komið út. Þar birtist að venju allmikið af fróðlegu efni, en sérstaka athygli má þó vekja á grein eftir Jón Sig- urðsson frá Yztafelli, sem nefnist Ferðaþankar. Segir höfundur þar frá för sinni austur um sveitir Suður- lands og fléttar inn í frásögnina minningum sínum og hugleiðingum um uppbyggingu þessara héraða. Þetta er grein, sem enginn samvinnumaður má láta framhjá sér fara. að af öðru efni í aprílhefti SAMVINN- UNNAR má nefna þátt um tónlist frumkristninnar eftir dr. Jón S. Jóns- son, smásögu eftir ungverskan höfund, Miklos Gyarfas, heimilisþátt í umsjá Bryndísar Steinþórsdóttur, ljóð eftir Friðjón Stefánsson og Jónas Tryggva- son og margt fleira. að það er að vísu ekki gott að vita af því, en okkur finnst samt fara bezt á að leiðrétta hér tvær prentvillur, sem slæddust inn í 1. tbl. HLYNS þ. •á. Þar var sagt á baksíðu, að Guð- röður Kjartansson hefði verið kosinn í ritnefnd HLYNS, en átti að sjálf- sögðu að vera Guðvarður Kjartansson. Einnig slæddist skekkja inn í fréttina í sama blaði frá aðalfundi SF/SÍS, þar sem sagt var, að kosið hefði verið í Skáknefnd, en átti að vera Skála- nefnd. Biðjum við lesendur velvirð- ingar á þessum mistökum. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi ísl. Samvinnufélaga, Starfsmanna- félagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Páll H. Jónsson. Auk hans eru í ritnefnd Guðvarður Kjartais- son og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: kr. 100,00 árgangurinn, 10,00 kr. heftið. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.