Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 2
Hvers vegna að veita upplýsingar ? Sérhver starfsmaður, sem verð- ur fyrir truflunum á daglegum starfsvenjum sínum, á mjög mikið undir því komið að honum séu veittar sem fyllstar upplýsingar. Vit- að er, að áætlanir um hvers kyns breytingar kalla oft fram andúð og óánægju, ef ekki beina mótstöðu, hjá starfsfólkinu. Því finnst því vera ógnað af breytingunum, fyrst og fremst vegna þess að það álítur hin- ar óþekktu breytingar munu hafa í för með sér einhverjar þær kring- umstæður, sem það er ekki visst um að geta notið sín fyllilega í. Algeng- ustu rökin í því sambandi eru, að „maður veit hvað hann hefur, en ekki hvað hann fær." Breytingin get- ur haft það í för með sér, að starfs- maðurinn verði að temja sér nýjar starfsvenjur, nýja vinnutækni, laga sig að nýjum vinnufélögum og e.t. v. skipta um bústað. Því fer fjarri, að allir séu því hlynntir að þurfa að leggja slíkt á sig. Innan starfsmanna- hóps með svipuð vinnuskilyrði og á svipuðum aldri geta viðbrögðin við slíkum breytingum orðið hin marg- víslegustu. Nokkrir líta á þær sem hvetjandi, örvandi og þroskandi, aðr- ir líta nánast á þær sem hræðileg slys. En um breytingar, sem hafa í för með sér minni tekjur og erfiðari vinnu, er enginn í vafa. Þær eru hiklaust neikvæðar, og sama á við um breytingar, sem hafa í för með sér minnkandi álit fyrir starfs- manninn meðal vinnufélaganna, t. d. fyrir mann, sem er mjög snyrtilegur í framkomu og klæðaburði og hefur næg tækifæri til að láta á því bera í núverandi starfi sínu, en hefur ekkert tækifæri til sliks eftir breyt- inguna. Þannig geta sumir litið á breyting- ar beinlínis sem hættu. f varnar- skyni grípa þá sumir til þess að reyna að koma í veg fyrir að breytingin nái fram að ganga eða breiðist út, en afleiðingarnar verða alltaf nei- kvæðar. í slíkum tilvikum græða báðir aðilarnir á því að ráðamenn- irnir í fyrirtækinu gefi sem fyllstar upplýsingar. Reynslan leiðir í ljós, að því fyllri upplýsingar sem veittar eru um áætlaðar breytingar, því minni andstöðu mæta þær. Til þess að upplýsingarnar nái tilgangi sín- um þarf þá að útskýra nákvæmlega af hvaða ástæðum þær séu gerðar og fara í smáatriðum gegnum það hagræði, sem af þeim leiðir. Rétt- ar upplýsingar, framar öðru gefnar þegar breytingar eru í undirbún- ingi, eru mikilvægur liður í stjórn- arstefnu hvers fyrirtækis. Og auð- vitað verður sá sem gefur upplýs- ingarnar að vera vel heima í rekstr- inum sjálfur. Til þess að geta reikn- að með góðum árangri af upplýs- ingunum verður þannig t. d. fræðslu- fulltrúinn, starfsmannastjórinn eða annar, sem á að gefa upplýsingarnar, að vera vel heima í starfsemi fyrir- tækisins, raunverulegum framtíð- aráætlunum þess, erfiðleikum þess og veiku hliðum. Það nægir ekki, að þeim séu fengnar staðreyndir til að skýra frá, þeir verða líka að hafa að- gang að ástæðum sem að baki liggja, röksemdum og áætlunum til þess að geta gegnt hlutverki sínu á full- nægjandi hátt. Framhald á bls. 14. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.