Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 4
Á ferð * 1 Svíþ j óð Sigtryggur Sigtryggur Björnsson, sölumaður hjá Véladeild SÍS, var fyrir skömmu á ferð í Svíþjóð, þar sem hann kynnti sér sölu og þjónustu á Alfa- Laval mjaltavélum, og helztu nýj- ungar í því efni. Sigtryggur er búnaðarkandídat frá Hvanneyri, út- skrifaður vorið 1965, og hóf störf hjá Véladeild SÍS hinn 21. júní 1965, fyrst við sölu á International Har- vester landbúnaðartækjum, en frá því í nóvember s.l. hefur hann unn- ið við sölu á Alfa-Laval mjaltavélum. Er hann átti leið um Sambandshúsið fyrir skömmu, fékk Hlynur hann til að segja í örfáum orðum frá utan- förinni og því helzta, sem fyrir aug- un bar. — Ég flaug út hinn 19. janúar s.l. og kom til Stokkhólms um kvöld- ið. Þar tók á móti mér fulltrúi Alfa- Laval, Ingvar Larsson, sem er ný- byrjaður að starfa hjá þeim og er búfræðikandidat að menntun, eða „landmaster" eins og þeir kalla það. Hann fór með mig til Tumba, sem er bær um 25 km fyrir utan Stokk- hólm, en þangað hefur Alfa-Laval nýlega flutt höfuðstöðvar sínar. Þeir keyptu þar búgarð, sem heitir Hamra, og í landi hans hafa þeir komið sér fyrir núna. Þar er að- alskrifstofubygging og hluti af verk- smiðjum þeirra, en verksmiðjur þeirra eru annars dreifðar víðs veg- ar um Svíþjóð. Þarna hafa þeir líka þrjú tilraunafjós, sem þeir reyna vél- arnar í, eitt venjulegt básafjós með venjulegu Alfa-Matic P.E. rörmjalta- kerfi, nýtt lausgöngufjós með hvíld- arbásum út við hliðarnar, sem farið er að reyna núna, og auk þess með sérstökum mjaltabás og fullkominni sjálfvirkri fóðrun á kraftfóðri (Feed- Master) í básunum, og þriðja fjós- ið er fyrir smærri tilraunir, t. d. kælingu o. fl. — Ég bjó þarna í sérstöku gesta- húsi á búgarðinum, en þar er einn- ig sérstakur Alfa-Laval skóli fyrir menn frá öllum viðskiptalöndum þeirra. Ég var þó ekki á skólanum, 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.