Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 5
heldur var ég fyrst og fremst að kynna mér svo nefnd rörmjalta- kerfi, sem nýbyrjað er að nota. Þau eru þannig, að mjólkin fer beint eftir rörum, annað hvort í brúsa, ef þeir eru notaðir, eða í mjólkurtank, sem víða er farið að nota í Svíþjóð og nýbyrjað er að nota hér, en fyrsti tankurinn var settur niður fyrir skömmu í Laugadal við Selfoss, og tekur hann 2.500 lítra og er fluttur inn af Véladeild SÍS frá Wedholms í Svíþjóð. Einnig hóf Mjólkurbú Flóamanna á s.l. ári framleiðslu á 400 og 600 lítra tönkum, sem þeir ætla að leigja bændum, og hafa fyrstu tankarnir þegar verið settir niður austanfjalls. — Ég var þarna fyrst og fremst að kynna mér uppsetningu, þjón- ustu og sölu á rörmjaltakerfum. Tíma mínum var skipt þannig niður, að ég dvaldi á Hamra um helgar, en þess á milli ferðaðist ég út um land- ið með starfsmönnum Alfa-Laval og fylgdist með störfum þeirra. Meðal annars var ég viðstaddur uppsetn- ingu á nýju rörmjaltakerfi á búgarði einum og fékk tækifæri til að fylgj- ast algjörlega með því, hvernig það var sett upp. Það var að sumu leyti ævintýralegt að vera þarna úti, en það var mikill kuldi allan tímann, milli 20 og 40 stiga frost. Síðustu vikuna var ég þó eingöngu í Tumba, og vann ég þá mest með sænskum manni, sem heitir Conny Ljungberg og er áhugamaður um íslenzk málefni, en hann var hér m. a. fyrir nokkrum árum og setti þá upp tvö af fyrstu rörmjaltakerf- unum, sem hér hafa verið sett upp. — Það var að mörgu leyti fróðlegt að kynnast sölu- og þjónustustarf- inu hjá Alfa-Laval í Svíþjóð. Sölu- starfinu er öllu stjórnað frá bænum Södertalje, en síðan er landinu öllu skipt í söluhéruð, og í hverju hér- aði er sölufulltrúi frá Alfa-Laval, Og undir hans stjórn vinna svo þjónustu- og uppsetningarmenn. Þeg- ar sölufulltrúinn hefur selt vél, fær hann efnið í hana frá Södertalje og lætur síðan uppsetningarmanninn vita, að á þessum bæ þurfi að setja upp vél, og sér hann síðan um framkvæmdir. Þjónustumaðurinn vinnur nokkuð sjálfstætt, og á hann að koma einu sinni á ári á hvern bæ, sem hefur rörmjaltakerfi. Kost- ar sú þjónusta 60 s. kr. fyrir heim- sóknina að viðbættum 3 s. kr. fyrir hvern bás, en í því er innifalið al- gjör hreingerning á öilum hlutum kerfisins og lagfæringar og viðgerð- ir ef þarf, en varahlutir bætast svo við þetta verð, ef þeirra er þörf. Svipað kerfi er nú í uppbyggingu hér á landi á vegum Véladeildar SÍS, og er þegar kominn uppsetningarmaður á Hvolsvelli, sem mun sjá um upp- setningu og þjónustu í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Hjá KEA á Akureyri er einnig sérstak- ur maður, sem mun annast uppsetn- ingar og þjónustu, sá þriðji verður hjá KÞ á Húsavík, og e. t. v. verða þeir víðar í framtíðinni, ef salan eykst. — Frá Svíþjóð fór ég svo hinn 10. febrúar um Kaupmannahöfn og kom heim til Reykjavíkur þremur dögum seinna. Ég tel, að þessi för hafi verið mjög gagnleg á margan hátt, og auk þess var mjög fróðlegt að kynnast Svíum, sem mér reynd- ust vera mjög duglegir menn, þótt hugsunarháttur þeirra sé á marga lund annar en hjá íslendingum. Mokaðu ofanaf honum pabba þínum aftur á stundinni, drengur! HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.