Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.06.1966, Blaðsíða 15
Vörurýrnun Frarahald af bls. 12. Skrásetning. Alla skemmda ávexti ber að taka strax úr ávaxta- og grænmetisborði og færa magn og verð í rýrnunarbók. 3. Benzin. í sambandi við ágóðann verður að álíta, að rýrnunaráhættan sé mikil á þessari vörutegund. Sem orsakir rýrnunarinnar má nefna: a. Starfsfólkið gleymir að skrifa niður selt magn. b. Viðskiptavinurinn setur sjálfur benzín á og gleymir að borga. Rýrnun fyrirbyggist með eftirfarandi: a. Rýrnun af þessari orsök má takmarka með því, að starfsfólkið, strax eftir áfyllingu (við tankinn), skrifi númer og nafn viðskiptavinarins, ásamt lítrafjölda og upphæð í skrifblokkina, sem hvort sem er á að vera í vasanum. Við innborgun í kassann eða við skrásetningu í út- tektarbók, er annað hvort skrifað greitt eða innfært á frumnótuna, sem síðan er geymd (á prjóni eða í möppu) til seinni samanburðar við magn það sem tekið er af tankinum. b. Tankurinn á að vera læstur. Forstöðumaðurinn skal jafnaðarlega aðgæta, að farið sé eftir fyrirmælum og að salan samsvari því magni, sem tekið hefir verið af tankinum. V. kafli REIKNINGSHALD (Búðarbókhald) Rýrnun í sambandi við búðarbókhald er tekið til meðferðar í neðan- greindum 9 liðum: 1. Skrásetningarvillur. 2. Gleymist að skrásetja. 3. Vörusendingareikningur. 4. Umbúðareikningur. 5. Vörunotkun í búð. 6. Millireikningur við önnur kaupfélög. 7. Afslættir. 8. Almennt uppgjör. 9. Uppgjör á vörulager. 1. Skrásetningarvillur. Rýrnunarorsakir eru eftirfarandi: a. Slæm eða engin verðmerking. b. Hirðuleysi. Ráð til úrbóta: a. Fullkomin og greinileg verðmerking. b. Duglegt og áhugasamt starfsfólk. Framhald í næsta blaði. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.