Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 2
V erzlunarkennsla Áður hefur verið á það bent hér í blaðinu og eins í Samvinn- unni, að sjá má gleðilegan vott þess að undanförnUj að menntun verzlunarfólks og kunnátta við hvers konar verzlunarstörf er meira metin, bæði af fyrirtækj- um og viðskiptamönnum, heldur en áður var. Þá er hitt ekki síð- ur gleðilegt að þess gætir í vax- andi mæli, að verzlunarfólkið sjálft sýni vaxandi áhuga á að afla sér framhaldsmenntunar og reynslu til þess að verða enn betur vandasömum störfum vax- ið. Samvinnuhreyfingin og kaup- mannastéttin hafa um marga ára- tugi sýnt myndarlegt framtak i því að reka skóla fyrir verzlunar- fólk, Samvinnuskólann og Verzl unarskóla íslands. Nú á síðustu árum eru hins vegar vaxandi um- ræður um það, að verzlunarstörf séu svo þýðingarmikill þáttur í þjóðlífinu og geri slíkar kröfur til tækni og kunnáttu, að með öllu sé eðlilegt, að verzlunar- menntun sé felld á einhvern hátt inn í skólakerfi landsins, að þjóð- félagið sem slíkt leggi þar miklu meira af mörkum en hingað til. Það mundi þó ekki breyta neinu um það, að sérstefna í verzlunar- málum eins og samvinnuhreyf- ingin yrði að sjá sínu starfsfólki fyrir menntun í öllu því, sem sérstakt er fyrir samvinnuverzl- un. Á meðan þessar breytingar hafa ekki verið gerðar á fræðslu kerfi þjóðfélagsins, verða þeir, sem verzlun reka og starfsfólkið sjálft, að sjá sér farborða, eins og hingað til, nema í sívaxandi mæli og á víðara vettvangi. En menntun er meira en skólaganga Menntun er fólgin í því að vera að læra allt sitt líf af hugviti sínu, af reynslunni, af starfsfé- lögum og af þeim kröfum, sem lífið og starfið gera til manna, þar á meðal í þessu tilfelli við- skiptavinirnir, sem koma dag- lega í búðir og á skrifstofur og eiga þar kröfu á þjónustu og fá hana, hvort sem hún er góð eða léleg. Lífið er mikill skóli, ef rétt er á haldið. Skólagangan í lífinu sjálfu er oft nefnd sjálfsmenntun. Að und- anförnu hefur Hlynur gert til- raun í þá átt, að koma til móts við þá lesendur sína, sem áhuga hafa á sjálfsmenntun, með því að birta þáttinn Vörurýrnun, sem er eins konar námskeið í þeim þætti búðarstarfa. Blaðið mun reyna að halda áfram á sömu braut, eftir því sem það getur. Margt er fleira, sem miklu varð- ar í verzlunarstörfum og hægt er að læra utan skóla, en sem verzl- unarfólkið á þá líka fullan rétt á að fá hjálp til að læra, ef unnt er að veita þá hjálp. Allt búða- fólk getur lært að umgangast viðskiptavini af kurteisi, vinsemd og hjálpsemi, án þess að hafa átt kost á skólagöngu. Skrifstofu- fólk sömuleiðis. f þessari tækni viðskiptalífsins er miklu ábóta- vant, þótt margt starfsfólk kunni hana líka með ágætum. Búða- stjórar eiga ekki að þurfa skóla- Framhald á bls. 14. « 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.