Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 3
VÖRURÝRNUN III. þáttur 2. Gleymist að skrásetja. Hýrnunarorsakir eru eftirfarandi: a. Vörur eru afhentar án þess að vera skrásettar. b. Beinar afgreiðslur. Rýrnun fyrirbyggist með eftirfarandi: A. Áhættan er mest með vörur eins og gas, sement, kartöflur í heilum pokum og aðrar „utanbúðavörur“, sem eru afhentar og eiga að skrásetjast, þegar starfsfólk eða viðskiptavinur kemur inn í verzlunina. Rýrnun getur einnig átt sér stað, þegar viðskiptavinir fá afhenta vindlinga o. þ. h. þegar þeir koma inn í búðina, sem svo bæði viðskiptavinur og af- greiðslufólk gleymir að reikna með hinum vörunum. Eftirfarandi reglur eiga að fyrirbyggja rýrnun af þessum orsökum: a. Engar vörur má afhenda viðskiptavini, nema þær séu þegar borgaðar eða skrifaðar. b. Gas, sement og aðrar utanbúðarvörur á afgreiðslufólkið að afhenda. c. Þeim félögum sem hafa afgreiðslumann í vörugeymslunni, er ráðlagt að nota afhendingarseðla. d. Viðskiptavinirnir ættu ekki að fá leyfi til að ganga einir um vöru- geymsluna. B. Rýrnun á sér stað þegar beinar afgreiðslur eru ekki skrifaðar á nafn viðskiptavinarins. Rýrnun er hægt að fyrirbyggja með því að nota eftirfarandi aðferðir: a. Á pöntunarseðilinn/fylgibréfið á að skrifa númer, nafn, vörutegund, magn og afgreiðslutíma. b. Við móttöku reikningsins er fylgiskjalið borið saman við hann, og varan skrifast hjá viðskiptavininum. 3. Vörusendingareikningur. Rýrnun myndast þegar seðlar týnast eða skakkt er reiknað, vegna skipu- lagsleysis. Ýtarlegar leiðbeiningar um fyrirkomulag vörusendinga eru ekki fyrir hendi, en við viljum vekja athygli á eftirfarandi ráðum til varnaðar: a. Akstursbók skal nota — einnig í bæjarferðum. b. í akstursbókina á að færa magn hverrar pöntunar og samtalsverðmæti heildarpöntunarinnar. c. Bílstjóri/sendisveinn skrifar niður allar mótteknar uppígreiðslur í akstursbókina. d. Kvartanir og endursendar vörur eru afhentar um leið og gert er upp. e. Uppgjör við bílstjóra/sendisvein á að fara fram sem allra fyrst eftir heimkomu, og skal það gert af þjálfuðum samstarfsmanni. HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.