Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 7
— Hefur þú smíðað fleiri skip en þessi, sem hanga í kirkjunum? — Já, ég hefi smíðað líkön af tveim Akureyrarskipum, „Snæfelli" og „Drang“ og eru þau nákvæmar eftirlíkingar. — Hvar færð þú efni í þessi skip? — Þetta er tínt saman á ýmsum stöðum, ólíklegum sem líklegum. T. d. fékk ég sérlega heppileg efni úr umbúðakössum utan af vélum, sem komu hingað til Gefjunar og margt það smærra hefi ég fengið hjá Skó- gerð Iðunnar. „Gallionsfígúruna", sem er á skipinu hérna í kirkjunni, fann ég á „förnum vegi“ frammi í Eyjafirði. Veit ég engin deili á því, hvernig hún er þangað komin. — Þú færð þá ekkert af þessu til- búið annars staðar frá? — Nei, þetta er allt smíðað í höndunum, ef svo mætti segja, og stærsta verkfærið, sem ég hefi notað, er rennibekkurinn hérna í „ketil- húsinu“. — Ætlar þú að halda áfram að smíða svona skip? — Ja, það er óráðið. Að vísu hafa ýmsir beðið mig að smíða fyrir sig líkön af skipum sínum, en þetta út- heimtir svo mikla vinnu og umstang að ég veit varla, hvort ég legg í fleiri. —• Segðu mér svo að lokum. Er þetta einhvers konar „tradition“ að hengja svona skip upp í kirkjur? — Ég veit varla hvort hægt er að tala um „tradition“ í því sambandi, a. m. k. ekki hér á landi. En í Dan- mörku og jafnvel í Noregi líka er þetta allútbreiddur siður, og eru þá ýmsir siðir og venjur í því sam- bandi, sem ég kann ekki full skil á. Hér látum við Jóhannes talið falla, og vona ég, að lesendur hafi af því nokkra skemmtun, þó auðvitað verði hún svipur hjá sjón miðað við að skoða smíðisgripina sjálfa. Og það skulu verða mínar síðustu óskir Jó- hannesi til handa, að „bakterían“ verði honum enn um hríð svo þung í skauti, að við fáum að sjá fleiri og helzt miklu fleiri smíðisgripi sem þessa frá hans hendi. PH Þrímastrað barkskip, Samson, í Akureyrarkirkju, 2.26 m. á lengd. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.