Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.08.1966, Blaðsíða 8
Heimsókn í V í K í M Ý R D A L Eitt sinn í sumar áttu tíðindamenn Samvinnunnar og Hlyns leið í Vík í Mýrdal. Erindið var að kynna sér starfsemi Kf. Skaftfellinga, Vík, í til- efni af sextugsafmæli kaupfélagsins. Sannfærðumst við fljótt um það, að þarna sem víða annars staðar á land- inu á samvinnuhreyfingin miklu fylgi að fagna og fyrir hennar styrk tekst að leysa furðulegustu vanda- mál. Ekki var síður ánægjulegt að sjá, að Kaupfélag Skaftfellinga í Vík hefur á að skipa mjög góðu starfs- liði, ungu og dugmiklu fólki. Og við gátum ekki stillt okkur um að láta myndavélina segja lesendum Hlyns frá ferðinni á nokkurn hátt, þó ófullkominn sé. Hér í opnunni sjá menn árangurinn. Að neðan: Hið nýbyggða og glæsi- lega bíla- og búvélaverkstæði KS, Vík. Þarna er unnið að viðgerðum og nýbyggingum í bílaiðnaði, en einnig er þar trésmiðja og fleira. Að ofan: Sigríður Kristín Einars- dóttir, afgreiðslumær í kjörbúð og vefnaðarvöru, við störf. Að neðan: Séð yfir skrifstofu KS, Vík. Talið frá vinstri: Kristín Inga Rútsdóttir, Anna Björnsdóttir og Ingólfur Sæ- mundsson. Einar Erlendsson, fulltrúi kaupfélags- stjóra, hefur starfað hjá kaupfélag- inu í 50 ár.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.