Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 2
Eftirfarandi bréf hefur Hlyni borizt. Höfundur þess er haldinn sérvizku og óskar að láta ekki síns rétta nafns getið. Hlynur getur vel orðið við þeirri ósk hans og er þakklátur fyrir að fá bréfið og mega birta það. Jafn- framt vaknar sú spurning, hvort einhverjir fleiri vildu ekki senda Hlyni línu um eitt eða annað, sem varðar vettvang samvinnustarfsfólksins. Nafn- laus bréf verða að vísu ekki birt, nema að nafn og heimilisfang berist með til ritstjórans, enda engin ástæða til annars en skrifa undir réttu nafni. Þó að þetta bréf sé raunar að mestu almenns efnis, gæti það vel orðið til þess að vekja umræður og umhugsun. Ritstj. Eitt bros og tíu fýlusvipir Til starfsmannablaðsins „Hlyns“. Það vill svo til að starfsmannablað- ið Hlynur kemur á mitt heimili og ég les það venjulega meðal annars fyrir þær sakir, að það er með litlu les- máli, og er það sjaldgæfur kostur á blöðum nú orðið. Svo dettur mér líka í hug hvort ekki geti skeð að það komi mynd af einhverjum, sem ég þekki, ef til vill af stráknum mín- um, sem vinnur í kaupfélagi, því maður hefur alltaf gaman af að sjá myndir af þeim, sem maður þekkir (einkum af sjálfum sér). Mynd af stráknum hefur ekki komið enn, en það gerir ekki til þótt það dragist, því þótt ég segi sjálfur frá, er hon- um alltaf að fara fram og ég sé ekki betur en þetta verði sjálegasti piltur þegar hann þroskast. Hann líkist mikið í mína ætt. En það var nú ekki þetta, sem ég ætlaði að segja. Þið eruð alltaf annað slagið að tala um það í blaðinu, að starfsfólkið vanti menntun og kunnáttu til þess að standa vel í stöðu sinni. Nú skal ég ekki lasta það. Auðvitað þurfa menn að fara í skóla og læra, þótt hins vegar að það hafi alltaf verið skoðun mín, að raunar sé ekki hægt að kenna neinum neitt, nema það, sem hann lærir sjálfur. En skólarnir geta hjálpað mönnum að læra og það er lóðið. Víst hefði ég viljað njóta þeirrar hjálpar á mínum ungu árum, ef ég hefði átt þess kost, í staðinn fyrir að vera alltaf alla ævina að puða við það upp á eigin spýtur að reyna að læra eitthvað, hjálparlaust, nema hvað lífið hefur lagt mér ýmis- legt til í þeim efnum eins og öðrum. Sem sagt, ég er ekkert á móti þessu nöldri ykkar um meiri menntun og lærdóm og kunnáttu. (Annars man ég ekki eftir því að hún móðir mín heitin væri í neinum vandræðum með að vefja pappírnum snyrtilega um smjörskökuna hérna á árunum, áður en hún sendi hana í kaupfélag- ið, á meðan fært var frá sællar minn- ingar, og hafði hún þó aldrei gengið í skla. Aftur á móti var ein frökenin ■— ungfrúin, heitir það víst ■— í kaupfélaginu um daginn, sem vöðl- aði hálfri dagsláttu af fínasta um- búðapappír utan um skítti af kram- vöru svo böggullinn leit út eins og uppkveikja í kabissu þegar ég tók við honum. Ég veit þó fyrir víst að hún hafði verið í skóla). Ég er einn af þessum mönnum, sem kem nokkuð oft í kaupstað og fer oft í búðir. Ég sit mig ekki úr færi að fara með konunni minni í búðir, ekki fyrir það að hún sé ekki einfær um það, heldur blátt áfram vegna þess, að ég hefi gaman af því. Ég hefi bara gaman af að sjá hana verzla og sjá hvernig hún er afgreidd í búðunum og sjá svipinn og viðmót- ið á afgreiðslufólkinu og henni, sem sagt ég fer gjarna í búðir svipað því sem aðrir fara í leikhús og horfa á Framhald á bls. 14. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.