Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 5
fólk þar er milli 30 og 40. En at- vinna í frystihúsinu hefur annars verið ákaflega stopul í sumar. Fisk- leysi nær algjört, og þá er ekki að sökum að spyrja. Atvinnu við kjöt- frystingu og slátrun er ekki að hafa nema skamma hríð á hverju hausti, en sláturfé fjölgar heldur hjá okkur í haust frá því, sem var í fyrra. — Hvað kantu að segja mér af sögu kaupfélagsins? — Félagið var stofnað árið 1918 og hét þá Kaupfélag Fellshrepps, enda stofnað af bændum í þeim hreppi. Einn helzti forvígismaður kaupfélagsins er einmitt nýlega dá- inn núna, Jón Jónsson bóndi á Hofi. Hann var í kaupfélagsstjórninni frá því hann settist að á Hofi árið 1921 til dauðadags og síðustu níu árin var hann formaður stjórnar. — Svo að við víkjum að öðru, hvað er að segja um atvinnulíf á Hofsósi? — Þar er jú eins og ég sagði áðan frystihús og sláturhús, nokkur út- gerð, bæði allstórir bátar og nokkrar trillur. Ein iðnbygging er að rísa, og nokkrir hafa atvinnu af bygginga- vinnu. Þá er því miður upp talið. Þetta er ekki mikið, en raunar vax- andi. Til dæmis er verið að byggja fjögur íbúðarhús núna og auk þess félagsheimili. — Atvinnuöryggi er sem sagt frem- ur takmarkað? — Já, mjög. Það sem ég held að verði að koma, er iðnaður. Við get- um ekki haft verulegt atvinnuöryggi af fiskinum, og það þó hafnarbætur verði gerðar. Iðnaðurinn getur aldrei brugðizt eins og fiskurinn. — Að lokum, Tryggvi, er ekki mikil þörf á nýjum framkvæmdum á veg- um kaupfélagsins sjálfs? Jú, við þurfum nauðsynlega að byggja nýtt slátur- og frystihús auk breytinga á núverandi húsnæði, en því miður, — við ráðum ekki við að leggja í það strax. Hlynur þakkar Tryggva fyrir spjall- ið og óskar honum góðrar ferðar norður yfir heiðar og farsældar fél- agi sínu í hag. HP t ™ 1 Verzlunarhús Kaupfélags A-Skagfirðinga, Hofsósi. HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.