Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 6
Sextugur HELGI ÞORSTEINSSON fr amkvæmdast j óri Hinn 6. október síðastliðinn var sex- tugur Helgi Þor- steinsson, framkvsti. innflutningsdeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Helgi fæddist á Seyðisfirði árið 1906, sonur hjónanna Þor- steins Ólafssonar, bónda og síðar öku- manns, og konu hans Jónínu Arn- grímsdóttur. Á Seyðisfirði ólst Helgi upp og var þar allt til tvítugs, er hann lagði leið sína til Reykjavikur og settist í Sam- vinnuskólann. Þaðan lauk hann námi árið 1928. Þegar að námi loknu hóf- ust störf hans í þágu samvinnuhreyf- ingarinnar, og henni hefur hann unn- ið síðan, þótt á hann hafi hlaðizt ýmisleg aukastörf. Fyrstu ár sín hjá SÍS starfaði Helgi á skrifstofu í Hamborg, síðan í Leith, til ársins 1935, að hann kom heim og gerðist fulltrúi Innflutningsdeildar SÍS. Því starfi gegndi hann til 1940. Árin 1940—1946 var Helgi fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins í New York, og þá lá leiðin aftur heim; í þetta sinn til að taka við starfi framkvæmdastjóra við Inn- flutningsdeild. Þessu starfi hefur hann gegnt til dagsins í dag. Af fjöldamörgum aukastörfum, sem á Helga Þorsteinsson hafa hlaðizt, má nefna þessi: sæti í framkvæmdastjórn SÍS frá 1949; annar f ramkvæmdastj óri Innkaupanefndar ríkisins, (Iceland Government Pur- chasing Commis- sion) 1942—1945; í stjórn Sementsverk- smiðju ríkiisins frá 1949; íormaður stjórnar Olíufélags- ins hf. síðan 1955; sæti í samninga- nefndum fyrir ríkis- stjórnina fyrstu ár- in eftir síðari heimsstyrjöldina. Á herðum Helga Þorsteinssonar hafa hvílt og hvíla mörg og vanda- söm verkefni í þjónustu samvinnu- hreyfingarinnar og þar af leiðandi þjóðarinnar allrar. Að þeim hefur hann gefið sig heill og óskiptur og af mikilli alvöru. En handtak hans er hlýtt og mikil birta í svipnum þegar hann brosir. Helgi Þorsteinsson kvæntist 1935 skozkri konu, Elizabeth Gregor. Hún andaðist árið 1950. Síðari kona hans er Þorbjörg Ólafsdóttir. Börn Helga eru þrjú, tvö af fyrra hjónabandi og eitt af hinu síðara. Auk þess hefur hann gengið í föður stað dóttur frú Þorbjargar. P.H.J. 6 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.