Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.10.1966, Blaðsíða 14
en hann brast ekki kjark og barðist hetjulega eins og hans var von og vísa. Giftur er Ásgrímur hinni ágætustu konu, Guðrúnu Adolfsdóttur. Hún hefur búið honum gott og fagurt heimili. Þau hjón eiga þrjú börn. Adólf, rafvirkjameistara, Stefán, sem er við tannlækinganám í Berlín og Ásrúnu í unglingaskóla á Akureyri. Að lokum, kæri Ásgrímur, innileg- ar hamingjuóskir þér og fjölskyldu þinni til handa og ég vona og óska að Samvinnufélögin megi enn um mörg ókomin ár njóta þinna ágætu starfskrafta. H.F. Finnur Framhald af bls. 3. eyrar frá 1. jan. 1939 til 1. júní 1953. Þá gerðist hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og hefur gegnt því starfi síðan. Þannig hefur hann verið kaupfélagsstjóri í 27 ár af þeim 50, sem hann hefur nú lagt að baki sér. Auk þess að vera kaupfélagsstjóri hefur han haft með höndum fjölda annarra félagsstarfa, enda er hann félagshyggjumaður af eðli sínu, upp- eldi, menntun og lífsreynzlu. í stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefur hann átt sæti síðan 1980. Kona Finns Kristjánssonar er Hjör- dís Tryggvadóttir Kvarans, prests að Mælifelli. Þau eiga þrjú börn. P.H.J. Eitt bros Framhald af bls. 2. „Hattar í misgripum“, „Nei-ið“ og „Ævintýri á gönguför". Það vill einn- ig svo til, að ég kem nokkuð oft á skrifstofur. Það gerir sveitastúss og svo þessar svo kölluðu framkvæmdir, sem ég hefi verið að atast í alla mina ævi, eins og svo margir aðrir. Um daginn kom ég til Reykjavíkur vegna smáerindis og þurfti á sex skrifstofur áður en ég gat lokið því, og hefði þó Jón heitinn í Seli, hreppstjóri, oddviti og sparisjóðshaldari afgreitt það á fimmtán mínútum, hefði hann lifað og erindið heyrt undir hann. En þegar allt kom til alls hafði ég raunar gaman af þessu. Það var eins og að fara sex sinnum í leikhús til þess að sjá „Hreppstjórann á Hraun- harnri" eða eitthvað svoleiðis. Og þó ég svo að lokum færi bónleiður íil búðar, þá gerði það ekki svo mikið til, því ég fer bara aftur og þá fæ ég nýja leikhúsferð — kannski sex eða jafnvel átta, því ég læt mig ekki. Það er nú einu sinni mitt eðli. En það er þetta með menntunina og skólana. Það er nokkuð, sem ég er ekki á móti. Þið megið sannarlega mennta fólkið fyrir mér alveg eins og þið möguiega getið, hjálpa því til að læra til verka, ef það vill og getur eitthvað lært, þótt skólarnir verði f ldrei annað en hjálp til að læra — eins konar hjálp í viðlögum. En hvernig sem því nú er farið, þá hefi ég tekið eftir því á öllum þessum flækingi mínum í búðir og á skrif- stofur, hvað fólkið er afskaplega mis- jafnt og kann misjafnt til verka. Og ég er alveg viss um það, að þessi munur fer engan veginn alltaf eftir því hvort það hefur verið á skóla eða ekki. Ég tek til dæmis strákinn hann Jóa í Bjarnabúð, sem ég veit fyrir víst að hefur sama og ekkert verið í skóla. Það er blátt áfram ekki hægt annað en kaupa eitthvað hjá stráknum. Hann er svoleiðis. Það er nú til dæmis þetta fallega bros hans (og nú er þetta strákur, þið gætuð hugsað ykkur, ef hann væri af hinni sortinni). Hann er alltaf glaður og hress og allur eins og á hjólum og ég hefi það á tilfinningunni að ég sé alltif að gera honum greiða með því að kaupa af honum eitthvert skítti, eða jafnvel bara spyrja hvað það 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.