Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 3
SéS yfir fundarsalinn í Bifröst d aSalfundinum. (Ljósm..: Milcael Fransson.) námu 158,6 milj. á móti 144,6 milj. 1972. í árslok 1973 voru starfandi Sambandsfélög 46 að tölu. Heild- arfélagsmannafjöldi allra Sain- bandsfélaga var 39.128 í árslok 1973 á móti 36.541 í árslok 1972, og hafði þeim fjölgað um 2.587 eða 7,1%. Á sama tíma fjölgaði íslendingum um 1,3%, og í lok ársins 1973 voru 18,4% allra landsmanna innan Sambandsfé- laganna, á móti 17,4% ári áður. Verzlanir félaganna voru 194 í árslok og starfsmenn 2.450. Hafði þeim fjölgað um 138 á árinu. Heildarlaunagreiðslur allra félaganna námu 631 milj. kr. og jukust um 33% á árinu. Verðtrygging lífeyris Eins og kunnugt er hefur það verið sívaxandi vandamál und- anfarin ár, hversu stór skörð verðbólgan hefur höggvið í höf- uðstól lífeyrissjóðanna og þar FORSÍÐAN: Meistaraflokkur Váls í Reykjavík í ár, sem lceppir með rnerld KRON á búningum sínum. með skert stórlega getu þeirra til að tryggja lífeyrisþegum líf- vænleg eftirlaun. Þetta mál var tekið til með- ferðar á aðalfundinum, og m. a. kom þar fram, að Sambands- stjórn hefur heimilað forstjóra að verja allt að 5 milj. kr. á þessu ári til að auka bætur til þeirra lífeyrisþega, sem verst eiu settir. Þessari upphæð er þó einungis heimilt að verja til að hækka greiðslur til þeirra líf- eyrisþega, sem starfað hafa hjá Sambandinu. í framhaldi af þessu var síðan gerð breyting á reglugerð fyrir Lífeyrissjóð Sambandsins, sem gengur í þessa átt. Þar kveður svo á, að sé hluti af höfuðstól sjóðsins ávaxtaður á verðtryggð- an hátt, þá sé stjórn hans heim- ilt að greiða uppbætur á elli-, örorku- og makalífeyri. Þó skal jafnan leita álits tryggingafræð- ings um slíkar greiðslur, en hann skal hafa hliðsjón af und- angengum breytingum á kaup- gjaldi, verðbótum sjóðsins af verðtryggðum eignum og fjár- hag hans. Loks samþykkti fundurinn síð- an að tillögu Sambandsstjórnar eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Bif- röst i Borgarfirði dagana 6. til 7. júní 1974, beinir því eindregið til alþingis og ríkisstjórnar, að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja öllum félagsmönnum líf- eyrissjóða landsins verðtryggð- an lífeyri á sama hátt og nú er gert í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og ýmsum f leiri opinber- um sjóðum. Fundurinn gagnrýnir það grófa misrétti, sem of lengi hef- ur verið látið viðgangast, að op- inberum starfsmönnum einum er með beinum greiðslum úr ríkissjóði tryggður lífeyrir í sam- ræmi við ríkjandi kaupgjald á hverjum tíma, en félagar hins frjálsa lífeyrissjóðakerfis lands- ins samtímis látnir búa við sí- rýrnandi lífeyrisgreiðslur af völdum verðbólgunnar og jafn- framt látnir með sköttum sín- um standa undir verðbóta- greiðslunum tilstarfsmannahins opinbera. Misrétti þetta er ekki lengur hægt að réttlæta rneð mismuni á launum opinberra HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.