Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 5
Leshringastarfsemi við fyrirhugaðar breytingar á starfsemi fræðsludeildar og vís- ar í því sambandi til framsögu- erindis framkvæmdastj. Skipu- lags- og fræðsludeildar um fræðslu- og félagsmálin. Telur fundurinn, að fyrst um sinn beri að leggja sérstaka áherzlu á eft- irgreinda þætti þessara mála: 1- Unnið verði ötullega að út- breiðslu Samvinnunnar í nýj- um búningi félagsmanna- blaðs. 2. Stefnt verði að því að efla starfsemi Bréfaskóla SÍ8 & ASÍ og lögð sérstök áherzla á stuðning skólans við starf leshringa og námshópa. 3- Unnið verði að stækkun og eflingu Samvinnuskólans innan þess ramma, sem sett- ur mun í væntanlegum lög- um um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi". Stjórnarkjör í stjórn Sambandsins liöfðu endað kjörtímabil sitt þeir Ey- steinn Jónsson, Reykjavík, vara- formaður, Þórarinn Sigurjóns- son, Laugardælum, og Ragnar Olafsson, Reykjavík. Voru þeir allir endurkjörnir til þriggja ára. Aðrir í stjórn eru þeir Jakob Frimannsson, Akureyri, formaður, Þórður Pálmason, Borgarnesi, Finnur Kristjáns- son, Húsavík, Guðröður Jónsson, Norðfirði, Ólafur Þ. Kristjáns- son, Hafnarfirði, og Ólafur E. Ólafsson, Króksfjarðarnesi. Varamenn voru endurkiörnir til eins árs þeir Ingólfur Ólafsson, Beykjavík, Ólafur Sverrisson, Borgarnesi, og Sveinn Guð- rnundsson, Sauðárkróki. Endur- skoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Tómas Árnason, en fyrir var Björn Stefánsson. Auk þess var kosinn fulltriii í stj órn Lífeyrissjóðs Sambauds- ins, stjórn Menningarsjóðs Sambandsins og ellefu fulltrúar í fulltrúaráð Samvinnutrygginga og Andvöku, ásamt sex vara- niönnum. — e. Eins og fram kemur í frá- sögninni af aðalfundi Sam- bandsins hér á undan, var þar lögð fram ýtarleg greinargerð um fræðslumálin. Þar ■— og reyndar einnig í sérstöku dreifi- bréfi, sem kaupfélögunum var sent s.l. vetur ■— er m. a. fjallað nokkuð rækilega um starfsemi leshringa, sem allar horfur eru á að verði í næstu framtíð eitt öflugasta tækið í fræðslustarfi samvinnuhreyfingarinnar. Við greinum því hér á eftir nokkuö frá því, sem þarna kom fram um þennan þátt. í skýrslunni er fyrst frá því greint, að frændur okkar á Norðurlöndum byggi félags- og fræðslustarf samvinnusamtaka sinna að verulegu leyti á starf- semi leshringa og námshópa, og síðan segir: „Þetta form fyrir félags- og fræðslustarf er að vísu mikið notað víðs vegar um heim, en því er hér vísað til Norðurlandanna sérstaklega, að þau standa okkur íslendingum nærri um marga hluti. Þar eru kringumstæður líkastar því, sem gerist hér á landi, og þangað á okkur að vera tiltölulega auð- velt að sækja fyrirmyndir. Starfsemi leshringa er engin ný bóia. í Sviþjóð t. d., þar sem leshringastarfsemi stendur með miklum blóma, hefur þetta fræðslufyrirkomulag verið þekkt og mikið notað í meira en hálfa öld.“ Þess má geta hér, að með les- hring er átt við lítinn hóp fólks, oftast 5—10 manns, sem kemur saman reglulega og fæst við og ræðir tiltekin efni undir stjórn sérstaks leiðbeinanda. í ,'kýrsl- unni er það síðan rakið, að starf- semi leshringa hafi allt fram á þennan dag átt litlu gengi að fagna hér á landi, og er sett fram sú skoðun, að það stafi einkum af þremur ástæðum. í fyrsta lagi sé að telja þá stað- reynd, að fólk hafi skort þekk- ingu og þar með skilning á ágæti þessa fræðslufyrirkomulags. í öðru lagi hafi verið skortur á reyndum og hæfum leiðbein- endum, og í þriðja lagi hafi ver- ið skortur á nægilega fjöl- breyttu efni, er gert væri að- gengilegt til meðferðar í les- hring. í þessu sambandi er bent sér- staklega á það, að fyrir tveimur árum var þýddur og gefinn út á vegum Bréfaskólans norskur bréfaflokkur, sem nefnist Les- hringurinn. Er hann saminn af Solveig Gran Andresen, skóla- stjóra Folkets Brevskole í Noregi, en þýðinguna gerðu Guðmund- ur Sveinsson og fleiri. Um sama leyti var síðan haldið námskeið í Hamragörðum, þar sem þessi bréfaflokkur var kvnntur sér- staklega, svo og það af öðru efni Bréfaskólans, er talið var henta vel til meðferðar í les- hring. Með nármkeiði þe«su var skírskotað til þeirra starfs- manna kaupfélaganna og Sam- bandsins, er líklegastir þættu til að hafa afskipti af leshnnga- starfsemi. Námskeið betta sóttu samvinnustarfsmenn víðs vegar að af landinu, en ekki heíur samt verið merkíanlegt, að það hafi haft mikil áhvif í bá átt að glæða þessa starfsemi úti í fé- lögunum. Varðandi leiðbeinendur í les- hringum er bess getið, að þýð- ingarmikið sé, að menn geri sér ljóst, að þeir þurfi ekki að vera sérfræðingar eða æfðir kennar- ar. Hins vegar sé nauðsvnlegt, að þeir hafi á valdi sínu þá HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.