Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 7
legar tómstundir gefast, en þurfa ekki að vera háðir ákveð- inni tímamætingu skólakerfis- ins, og einnig hinn að geta haf- ið nám á hvaða tíma árs sem er, en það er mjög veigamikið atriði, sem ekki er gefinn gaum- ur sem skyldi. Fimm vinsælustu námsgrein- arnar höfðu um s. 1. áramót eignazt þennan nemendafjölda frá útkomu þeirra hjá Bréfa- skólanum: Enska I og II 4.988 nem, Bókfærsla I og II 3.352 nem, Danska I, II og III 1.777 nem, íslenzk réttritun 1.758 nem. og Reikningur 1.698 nem. Heildarfjöldi nemenda um s. 1. aramót var frá byrjun orðinn 21.875. Hjá því varð ekki komizt vegna verðbólgu s. 1. árs að hækka nokkuð verð námsgreina 1- september s. 1. En þrátt fyrir þá hækkun og góða aðsókn að skólanum náðu endar ekki sam- an fjárhagslega, svo aö nokkur rekstrarhalli varð á starfsemi hans, eða um 260 þús. kr. Búreikningar hófu aftur Söngu sína, endursamdir af Guðmundi Sigþórssyni búnaö- hagfræðingi. Þeir eru í átta hréfum ásamt nokkrum mjög greinilegum reikniformum til að auðvelda útreikning þeirra. Bændaskólinn á Hvanneyri tók þá til kennslu á s. 1. hausti. Ný námsgrein, Hjálp í viðlögum, kemur væntanlega út með haustinu. Bréfaskólanum er það sérstök ánægja að geta veitt að- stoð sína við svo brýnt verkefni seip öryggismálin eru. Kennari verður Jón Oddgeir Jónsson, sá hiikli áhugamaður um slysa- varnir, og kennslan mun að rnikiu leyti byggjast á bók hans Hjálp í viðlögum. Einnig verða hréf með leiðbeiningum og úr- lausnarverkefnum, sem kennara eru send til athugunar og leið- réttingar, svo að öruggt sé, að hjörgunar- og hjálparaðferðir séu rétt skildar, því að mikið er undir því komið, að rétt handtök séu viðhöfð, er slys ber að höndum. Námsgrein þessi hef- ur hlotið mjög mikla útbreiðslu í nágrannalöndunum, og engin ástæða er til að ætla annað en að svo verði einnig hér á landi. Það hefur vakið nokkra furðu mína, hversu litið kaupfélögin virðast sinna þeirri grein sam- vinnustarfseminnar, sem Bréfa- skólinn er. Ánægjuleg undan- tekning var þó leshringur úti- bússtjóra Matvörudeildar KEA á Akureyri um námsefnið Betri verzlunarstjórn I og II. Hvern- ig væri, að hjá hverju kaupfé- lagi væri starfsmaður, sem kunnugur væri kennslufyrir- komulagi skólans og fólk gæti leitað til um frekari upplýsing- ar og leiðbeiningar en hægt er að gefa í hinu takmarkaða rými í kynningarriti hans? Reynsla mín er sú, að mikill fjöldi fólks um land allt hefur sterka löng- un til frekara náms og Bréfa- skólinn er einmitt sá vettvang- ur, sem alloft getur veitt mikils- verða aðstoð til þess. Á s. 1. sumri voru fengin til athugunar náms- gögn frá bréfaskólum nágranna- landanna, því að Bréfaskólan- um er það kappsmál, að náms- efni hans standist kröfur tím- ans, og er nú í undirbúningi endurnýjun ýmissa námsgreina ásamt útgáfu nýrra. Bréfaskól- ar njóta almennt sívaxandi vin- sælda og eru að verða snar þátt- ur í menntakerfi margra landa, og sú mun ugglaust líka verða raunin hér hjá okkur. Læt ég svo þessum línum lok- ið með orðum Gunnlaugs P. Kristinssonar að loknum les- hring þeirra KEA-manna: „Þá hefur leshringurinn lokið þess- um lærdómsríka og langa bréfa- flokki, og miklar umræður hafa orðið á hverjum fundi. G-agn- semi leshringsins hefur ekki hvað sízt verið fólgin í þeim um- ræðum.“ Kvnningarrit með nýrri verð- skrá, sem gekk í gildi 5. apríl s.l. hefur verið send kaupfélögun- um. Lífskjör og verðbólga Það er kunnara en frá þurfi að segja, að undanfanð hefur verðbólga verið eitt helzta vandamál hinna vísu lands- feðra nánast hvar sem er í hin- um iðnvæddu löndum Vestur- heims. Eins og við er að búast fjalla blöð og aðrir fjölmiðlar því mjög um þann vanda í þess- um löndum, og fyrir skömmu rákumst við á meðfylgjandi tvær töflur í víðlesnu bandarisku tímariti, sem gefa nokkra hug- mynd um lífskjörin í verðnólgu- þjóðfélögum Vesturlanda. Heim- ild tímaritsins eru upplýsingar, sem Sambandsbanki Sviss sendi frá sér nýverið. í annarri töflunni sést, hvem- ig launakjörum er háttað hjá nokkrum úrtaksstéttum í nokkr- um af stórborgum helztu iðnað- arlandanna, og eins og þar kem- ur fram, ber mikið á milli. Upp- hæðirnar eru allar árstekjur þessara stétta og reiknaðar í Bandaríkjadollurum, en þegar þetta er ritað, er hver dollari jafngildi 95 íslenzkra króna, svo að út frá því eða genginu á hverjum öðrum tíma. getur hver reiknað út samanburð fyrir sjálfan sig. f hinni töflunni er frá því greint, hversu lengi bifvélavirki á meðallaunum er að vinna sér inn fyrir venjulegum litlum fólksbíl. Eins og þar sést, munar þar miklu, eða allt frá 13 vik- um í New York og upp í 128 vik- ur í Aþenu. Það er tekið fram í skýrir.gum með þessum töflum, að áberandi sé, að lægstu launin sé að linna HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.