Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 9
Verkame.nn í japanskri bílaverksmiðju við taflmennsku í kaffihléi. Verðbólga Þá berast þær fréttir erlendis frá, að á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi verðbólgan aukizt enn hraðar en á s.l. ári, og þótti þó flestum nóg um þá. Efnahags- og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (OECD) gaf fyrir nokkru út yfirlit um verðbólgu- þróunina í heiminum, og kemur þar fram samanburður annars vegar á hækkunum á fram- færslukostnaði mánuðina jan- úar, febrúar og marz á yfir- standandi ári, og hins vegar á samsvarandi hækkunum fyrir tímabilið 1. apríl 1973 til 31. marz 1974. Sýnir það sig á þess- um tölum, að víðast hvar hefur verðbólgan aukizt mun meir þennan fyrsta ársfjórðung held- ur en þegar litið er yfir árið í heild. Mest verðbólguaukning heíur samkvæmt þessum töluin orðið í Japan, eða 39,8% fyrstu þrjá mánuðina á móti 24,0% á grund- velli ársins á undan. Næst í röðinni af þeim löndum, sem til- greind eru í skýrslunni, er ítalía, þaðan sem samsvarandi tölur eru 28,3% og 14,3%, og síðan Grikkland með 21,0% og 33,4%. Þá hefur Svíþjóð einnig orðið að þola verulega verðbólgu, því að tölurnar þaðan eru 20,0% og 10,8%, og sömuleiðis Bretland með 19,6% og 13,5%, Frakkland með 18,2% og 12,2%, Belgía með 15,8% og 9,5%, Holland með 13,6% og 9,3%, og Spánn með 13,1% og 15,7%. Eins og sjá má af þessum töl- um er hér þó ekki alls staðar um verðbólguaukningu að ræða, þó tölurnar séu allar háar, því að Grikkjum og Spánverjum hefur tekizt að draga heldur úr verð- bólgunni hjá sér. Hið sama hef- ur gerzt í Vestur-Þýzkalandi, þar sem samsvarandi tölur eru 7,1% og 7,2%, og einnig í Sviss, þaðan sem er að finna hagstæð- ustu útkomuna í þessari skýrslu, eða tölurnar 2,4% og 9,7%. í Bandaríkjunum blæs verðbólgan hins vegar áfram upp, því að tölurnar þaðan eru 14,0% og 10,2%. Hækkanaskriða í Japan Þá hefur verðlagsþróunin i Japan í heild orðið með þcim hætti undanfarið, að sá tími virðist vera nokkurn veginn á enda, þegar japanskar iðnaðar- vörur voru þær ódýrustu á markaðnum. Nú í vor unnu japönsk launþegasamtök kaup- hækkanir til handa félags- mönnum sínum, sem að jafnaði nema 31,4%, og að þeim loknum er a. m. k. japanskt iðnverkafólk komið jafnfætis því sem gerist víðast á Vesturlöndum. Sem dæmi má nefna, að algeng laun meðal stálverkamanna og verkafólks í bílaverksmiöjum eru nú orðin í kringum sem svarar 60.000 ísl. kr. Það fer saman, að þessi mikla launahækkun má heita étin upp jafnóðum af hinni miklu verð- bólgu í landinu, og auk þess bæt- ist hún ofan á mikla kostnaðar- aukningu, sem japönsk fyrir- tæki hafa undanfarið orðið að taka á sig af völdum síhækk- andi orkuverðs. Afleiðing af því er m. a. sú, að þegar fyrir þessa launahækkun hafði sala á jap- önskum bílum til Bandaríkj- anna dregizt saman um 40% frá því sem var á s. 1. ári og orsök- in var einfaldlega sú, að þeir voru orðnir 5—10% dýrari en sambærilegir innlendir bílar. Ýmis japönsk stórfyrirtæki, sem framleiða fyrir Ameríkumarkað, fullyrða það nú, að framleiðslu- kostnaðurinn sé á ýmsum svið- um orðinn hærri heima fyrir en á sambærilegum vörum í Banda- ríkjunum, og einstök hafa jafn- vel gengið svo langt að undirbúa stofnun verksmiðja þar i landi til að glata ekki markaði sínum þar. Afleiðingin af þessu hlýtur því að verða sú, að Japanir séu að glata því verðlagsforskoti á iðnaðarvörum sínum, sem lág laun í heimalandi þeirra hafa fram til þessa veitt þeim á Vest- urlöndum. — e. ★ HLYNUR 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.