Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 11
Norskur útgerðarhær. aðinum hefur fækkað mun minna á þessu tímabili heldur en í fiskveiðunum. Atvinnu- skýrslur sýna líka, að þarna virðist vera á ferðinni greinileg þróun yfir í sérhæfingu, þ.e. að fiskveiðar og fiskiðnaður séu í sívaxandi mæli að verða starfs- vettvangur sérhæfðs starfsiiðs, sem vinni þar árið um kring. Eigi að síður er enn talsvert stór hópur af mönnum, sem sinnir sjómennskunni ásamt öðrum störfum, oftast búskap eða byggingarvinnu. Fiskvinnslan Fiskiðnaður Norðmanna sam- anstendur af miklum fjölda smárra fiskvinnslustöðva, sem dreifðar eru um ströndina, og auk þess af tiltölulega fáum tiltölulega stórum fiskvinnslum. Um tveir þriðju hlutar þeirra allra eru í þremur nyrztu fylkj- um landsins. Til skamms tíma var skreið- ar- og saltfiskverkun stærsti hluti vinnslunnar, en á síðustu árum hefur frystiiðnaður og flakaframleiðsla aukizt veru- lega, ekki sízt í norðurhéruðun- um. Hefur þetta leitt af sér, að á sama hátt og hér á landi eru frystar fiskblokkir nú orðnar mikilvægasta framleiðslan í fiskiðnaði Norðmanna. Hins vegar eiga þeir líka við það vandamál að stríða, að sveiflur HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.