Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 16
r HLYNUR hættir útkomu Eins og frá hefur verið skýrt bæði hér í blaðinu og í frétta- bréfinu SAMBANDSFRÉTTUM, hafa stjórn og aðalfundur Sam- bandsins ákveðið verulegar breytingar á blaðaútgáfu þess, sem koma til framkvæmda frá og með miöju árinu. Verður þá hætt útgáfu bæði HLYNS og SAMVINNUNNAR í því formi, sem verið hefur s. 1. sjö ár, en í staðinn hafin útgáfa á félags- mannablaði, sem bera á heitið SAMVINNAN og koma út tíu sinnum á ári. Af þessu leiðir, að þetta hefti HLYNS er hið siðasta, sem gefið verður út. Sömuleiðis er innan skamms von á þriðja hefti þessa árs af SAMVINNUNNI, sem verður hið síðasta með þeim hætti, sem verið hefur undan- farin ár. Síðan er von á fyrsta hefti hins nýja félagsmanna- blaðs í september, en stefnt er að því, að á þessu ári komi út af því þrjú hefti. Eftir það er áætl- að, að út komi tíu hefti árlega, og verði hvert þeirra 28 blaðsíð- ur í sama broti og verið hefur á SAMVINNUNNI. Efni þess verð- ur að verulegu leyti takmarkað við málefni samvinnuhreyfing- arinnar á íslandi, sem og er- lendis, en jafnframt verður leit- azt við að flytja almennt efni við sem flestra hæfi. Þetta nýj a félagsmannablað mun í fyrstunni verða sent öll- um eldri áskrifendum beggja tímaritanna, HLYNS og SAM- VINNUNNAR, en auk þess verð- ur unnið að því að bæta við nýj- um áskrifendum. Er ætlunin að reyna að koma áskrifendahópn- um upp í a. m. k. 10.000 manns, einkum meðal félagsmanna Sambandsfélaganna, svo að hið nýja blað geti með þeim hætti orðið öflugur tengiliður á milli Sambandsins og kaupfélaganna annars vegar og félagsmann- anna hins vegar. Það hefur undanfarin ár ver- ið verkefni mitt að sjá um rit- stjórn HLYNS, og er mér ljúft og skylt að viðurkenna, að það hef- ur verið ánægjulegt viðfangs. Því starfi hafa fylgt margvisleg ferðalög um landið og kynni af fólki í hinum óskyldustu starfs- greinum, og er það orðinn ótal- inn fjöldi fólks, sem ég hef leit- að til á liðnum árum, þegar ég hef verið í efnisútvegun fyrir blaðið. Á sama hátt og aðrir þeir, sem við ritstörf fást, hef ég oft á tíðum rennt heldur blint í sjóinn um það, hvernig lesendum félli í geð það efni, sem blaðið hefur flutt, en á hinn bóginn hefur það orðið mér til örvunar, að ótal sinnum hef ég orðið þess var, að einstakir þætt- ir eða greinar úr því hafa orðið til beins gagns eða a. m. k. fróð- leiksauka fyrir einstaka lesend- ur. Er það því von mín á þess- um tímamótum, að blaðið, þótt smátt hafi verið í sniðum, hafi komið að nokkrum notum, og öllum þeim, sem ég hef haft samskipti við síðustu árin í sam- bandi við útgáfuna, þakka ég fyrir undantekningalaust á- nægjuleg kynni. E. S. H L Y N U R BlaS um samvinnumál 6. tbl. 22. árg. júní 1974 Hlynur er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðsson. Auk þeirra eru í ritnefnd Sigurður Jónsson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavík. Verð kr. 275.00 árgangurinn. Kemur út mán- aðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.