Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2004, Blaðsíða 50
Böðvar Guðmundsson Fyrst þegar birti af degi var unnt að meta þann skaða sem veðrið hafði valdið. Bárujárnsplöturnar umhverfis garðshornið voru allar á bak og burt og nokkrar þakplötur voru lausar, en Jóhannes vann bug á lofthræðslunni og rígnegldi þær aftur niður. Upp um holt og móa lágu leifarnar af fjósþakinu, hann safnaði þeim saman og rétti úr þeim effir föngum og kom þeim fyrir á sínum stað, það varð að duga fyrst um sinn. Stöngin sem hélt uppi útvarpsloftnetinu var brotin um þvert og það var ekkert útvarp þangað til Jóhannes hafði spengt hana saman, en turn reliunnar var enn á sínum stað. Guð- jóni í Skarði hafði ekki orðið að þeirri spá að rokið rifi hann með sér eins og annað. Stélið og dýnamórinn voru einnig á sínum stað en vængurinn var fokinn út í veður og vind. Nei, skaðinn sem mikia rokið, eins og það var síðan kallað, olli á Bóli var ekki óyfirstíganlegur, sagði fullorðna fólkið. Víða var það miklu verra, hlaða fauk á Skarði og fjárhús á Felli. Það var eins og því stæði á sama um alla draugana og mannæturnar sem lágu undir rúmunum eða biðu í skúmaskotum eftir myrkrinu. „Blessað ljósið,“ sagði Fríða gamla, „mikið var nú gott meðan rellan var.“ Hún var ekki ein um að sakna ljóssins. Skelfing sem einn vetur getur verið langur. Um síðir byrjaði ein- hver maður í útvarpinu að lesa Passíusálmana, einn á hverju kvöldi, og það gekk alveg ótrúlega hægt, sálmarnir langir og ótelj- andi. Þegar þeim loksins lauk kom föstudagurinn langi og hann var alveg ótrúlega langur því þá áttu allir að vera með sorgarsvip og bannað að leika sér og þykja gaman að nokkrum hlut. Svo kom páskahretið með snjó og ísbjörnum, séra Skúli gamli messaði á Bakka og talaði óskiljanlega um ekki neitt í langan, langan tíma. Svo leið og beið, snjór, frost, rigning, rok og aftur snjór. Daginn var farið að lengja þegar relluvængurinn fannst af tilviljun milli bæjanna. Hann var að vísu nokkuð laskaður, en sá hlutur var heldur ekki til sem hann Benedikt gat ekki gert eins og nýjan aftur. Það koma aftur relluljós um það bil sem nóttin var sjálf orðin ljós og fátt lengur að óttast nema steypiflugvélarnar. Það gerðist ýmislegt þennan vetur, sagði fólk seinna. Það voru nú meiri ósköpin. Samt getur tíminn frá áramótum þangað til nóttin verður björt og grasið grænt liðið ótrúlega hægt. Stundum stansar hann alveg. 48 TMM 2004 • 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.