Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 10

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 10
ALÞJÓÐAMÁL EFTIR ANRÓR HANNIBALSSON SOVÉSKA BY SJÖTÍU ÁRA Sovétvaldið á rót sína að rekja til um- róts fyrri heimsstyrjaldar. Þrautþjálfaðir byltingarmenn sáu sér leik á borði að ræna völdum. Styrjaldarrekstur Rússa gekk brösulega. Þjóðverjar hernámu alla Úkraínu 1916. í Sankti-Pétursborg gerj- aðist óánægja meðal allra stétta. Nikulás II keisari hafði átt ríkan þátt í því að styijöldin hófst. Hann fyrirskipaði allsherjar herútboð í kjölfar stríðsyfirlýs- ingar Austurríkis á hendur serbum. Að vísu spurði hann hershöfðingja sína, hvort ekki væri hægt að skipa fyrir um herútboð, sem næði til hluta hersins. Þeir svöruðu að engar áætlanir gerðu ráð fyrir slíku. Nikulás vildi þá sýna að á honum væri ekkert hik. Skipunin var gefin. Her, gögn og vistir fóru að renna eftir járnbrautunum á fyrirfram ákveðna staði. Hernaðurinn á austurvígstöðvun- um lenti í vonlitlu þófi og hvorki gekk né rak langtímum saman. Þá greip keisar- inn til þess óvænta úrræðis að skipa sjálf- an sig yfirhershöfðingja. Með því móti flæktist hann í ákvarðanir hershöfðingj- anna, og átti þó einnig að vera þjóðhöfð- ingi. Hann var langdvölum fjarri Péturs- borg. Stjórnmálaefni runnu smám saman í grænan sjó. Loks var svo komið, að jafnvel áhrifamestu menn við hirðina komust á þá skoðun, að Nikulás næði ekki undirtökunum, jafnvel þótt hann sneri aftur til Pétursborgar frá vígvöllun- um. Þá fóru menn að orða það, að ein leið væri sú, að Nikulás rýmdi hásætið. Einn góðan veðurdag í febrúar 1917 var járnbrautavagn yfirherstjórnarinnar staddur ekki langt frá borginni Pskov. Nikulás II stóð við gluggann og rýndi út í snjómugguna fyrir utan. Allt í einu var sem hann tæki ákvörðun. Hann muldr- aði fyrir munni sér tvö orð: Kharaso, ot- rétsjúsj. - Þá það, ég afsala mér völdum. Þegar afsalsyfirlýsingin barst til Pét- ursborgar varð uppi fótur og fit. Hvernig átti að bregðast við? Það vissi enginn. Keisarinn hafði staðfastlega neitað að stíga skref í átt til lýðræðis. Hann vildi ekki þing og enn síður þingbundna stjórn. Slíkt taldi hann svik við hefðir Rómanof-ættarinnar og við þann eið er hann sór að föður sínum látnum. Yngri bróðir hans hafði enga burði til að taka völdin og afþakkaði hásætið. Allt vald ríkisins var í persónu keisarans eins. Þegar keisarinn lagði niður völd var eng- inn, hvorki persóna né stofnun, sem gat tekið við. í Pétursborg varð glundroði. Hópur manna, sem nefndi sig bráða- birgðastjórn, tók völdin. Þeir ákváðu tvennt: Hefja sigursæla sókn á vígstöðv- unum og undirbúa stjórnlagaþing, sem gengi frá stjórnarfyrirkomulagi og setti löglega stjórn á laggirnar. En allt lenti í handaskolum. Hershöfð- ingjarnir klúðruðu sókninni. Alexander Kerenski, helzti valdamaður bráða- birgðastjórnarinnar, gerði hver mistökin og afglöpin á fætur öðrum. Það dróst að stjórnlagaþingið kæmi saman. í þessu grugguga vatni bar vel í veiði fyrir byltingarmenn. Gallinn var bara sá, að leiðtogi þeirra, Valdimar Lénín, sat í Ungt fólk á rölti í Gorkí Park. Hér gætir augljósra vestrænna áhrlfa með austan- tjaldsívafi. 10 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.