Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 11

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 11
 I Dr. Arnór Hannibalsson heimspekingur rifjar upp söguna frá byltingunni og lýsir ástandinu í Sovét- ríkjunum nú. Sem ungur maður var hann við nám í Leníngrad og nýverið var hann áferð í stórveldinu í austri . . útlegð í Sviss. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Þjóðverjar sáu, að það yrði vatn á þeirra myllu að óreiðan yrði sem mest að baki víglínu þeirra. Þeir treystu Lénín til að efla hana. Þeir fluttu hann í lokuðum járnbrautarvagni yfir þvert Þýzkaland og til Stokkhólms. (Hefðu Svíar haft vit á að stöðva för Léníns þar, hefðu þeir breytt gangi sög- unnar.) Lénín kom til Pétursborgar í apríl. Hnn lét hendur standa fram út ermum. Hann hafði næga peninga til að gefa út áróðursblöð. Hann hagnýtti sér óánægju bænda og gekk fram undir kjör- orðinu: Brauð og frið! BYLTINGIN í júlí gerðu bolsivikkar (fylgismenn Léníns) uppþot. í kjölfar þess faldi Lén- ín sig í Finnlandi. (Þeir Finnar sem skutu yfir hann skjólshúsi björguðu með því byltingunni). Það er ekki vitað, hvaða dag nákvæmlega hann sneri aftur til Pét- ursborgar. Það mun hafa verið í lok október. Aðfaranótt 25. október (að rússnesku tímatali, 7. nóvember að vestrænu tíma- tali) tók Leó Trotskí sig til og skipaði soldátum sínum að taka pósthús og járn- brautastöðvar borgarinnar herskildi. En Trotskí þessi var aðalkommisar Léníns í höfuðborginni,. Hermennirnir lögðu af stað í myrkri nætur með riffla um öxl. Verkefnið var auðvelt, því að bráða- birgðastjórnin hafði engan viðbúnað. Gönguferð hermannanna lauk með því að þeir flæktust fram og aftur um enda- lausa ganga Vetrarhallarinnar í leit að ráðherrum bráðabirgðastjórnarinnar. Loks römbuðu þeir inn í herbergi þar sem nokkrir virðulegir eldri herramenn A sátu og drukku te. Einn hermannanna gekk til þeirra og sagði: Herrar mínir, nú er þessu lokið. Þeim var síðan fylgt út úr höllinni og settir í varðhald. Þar með lauk byltingunni með glæsilegum og al- gjörum sigri bolsivikka. Lénín settist að í Smolni, en það hús hafði áður hýst skóla ungra hefðar- meyja. Öll völd voru nú í hans höndum. Hann hófst handa um að losa Rússland úr flækjum styrjaldarinnar. Hann þjóð- nýtti allt land. Bændur flykktust til fylgis við hann, því að þeir áttuðu sig ekki á þjóðnýtingunni fyrr en seinna. Þeir héldu að hann væri að gera hjartfólginn draum þeirra að veruleika; að skipta jarðeignum milli bænda. BORGARASTYRJÚLD í kjölfar valdaráns bolsivikka hófst ein blóðugasta og grimmasta borgarastyrjöld sem háð hefur verið. Hún stóð í fimm ár. Það átti að koma hinu nýja skipulagi á í hvelli. Markaður var bannaður. Her- menn fóru um sveitir og gerðu matvæli upptæk. Árangurinn varð allsherjar hungursneyð. Milljónir manna féllu. Bandarísk hjálparstofnun undir forystu Herberts Hoovers, síðar forseta, flutti gífurlegt magn af matvælum til Rúss- lands og bjargaði mörgum. Samtímis þessu stóðu bolsivikkar í því, blóðugir upp fyrir höfuð, að eyða andstæðingum sínum. Þrír hershöfðingjar keisarans skipulögðu heri, sem börðust fyrir end- urreisn hins gamla Rússlands. Einn þeira hét Déníkín. Hann komst langleiðina til Moskvu. En svo syrti í álinn. Þá bað hann Pilsudski, leiðtoga hins nýfrjálsa Póllands, að hjálpa sér. En Pilsudski vissi, að kjörorð Déníkíns var: Rússland eitt og óskipt! Það táknaði, að Déníkín viðurkenndi ekki frjálst Pólland. Því vildi Pilsudski ekkert með Déníkín hafa. Sá síðarnefndi fór í hundana. Pilsudski Gorbastjof er lögfræðing- ur að mennt sem hlaut skjótan uppgang innan Kommúnistaflokksins. Fyrir tilstuðlan áhrifa- manna komst hann áfram. Andropof átti mestan þátt í að greiða götu hans, sér- staklega eftir að Andropof tók við af Bresnéf árið 1982. Gorbatsjof fékk síð- an æðstu völd árið 1985. HEIMSMYND 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.