Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 12

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 12
Jósef Stalín var við völd í aldarfjórðung. Það var tímabil ógnarstjórnar. hreinsana, f jöldamorða og þrælkunar. 12 HEIMSMYND sá Rauða-Lénín breiða út vald sitt við austurlandamæri Pól- lands. Hefði honum farnast bet- ur með Déníkín sér við hlið? Sumarið 1920 afréð Lénfn að leggja undir sig Pólland og breiða síðan byltinguna út í Þýzkalandi. Framfarasinnaðir menntamenn í Evrópu risu upp til stuðnings bolsivikkum og þeim glæsilega málstað að koma Póllandi fyrir kattarnef. Þann 15. ágúst það ár hafði pólski her- inn sigur í hörkuviðureign við Varsjá. Rauði herinn tók til fót- anna með lafandi skottið, tættur og tvístraður. Sovétríkin voru loks stofnuð formlega í árslok 1922. Þá höfðu bolsivikkar lagt undir sig megin- hlutann af þeim löndum, sem til- heyrt höfðu keisaraveldinu. BÆNDUM ÚTRÝMT Lénín ákvað að stíga eitt skref aftur á bak. Hann leyfði mönnum að verzla. Það var eina leiðin sem fær var til að endurreisa atvinnuvegi Rússlands úr rjúkandi rústum borgarastríðsins. En friður stóð ekki lengi. Árin 1928 til 1930 vöknuðu bændur upp við vondan draum. Eftirmaður Lén- íns, Stalín, hafði ákveðið að útrýma þeim sem stétt. Fjölskyldubúskapur var lagður niður og bændur reknir með of- beldi í svokölluð samyrkjubú. Bændur snerust til varnar. Að leikslokum, um 1934, höfðu 7 milljónir dáið úr hungri í Úkraínu og ótaldar milljónir til viðbótar voru tvístraðar í út- legð og fangabúðum um Síberíu. Sam- yrkjubú voru frá upphafi órekstrar- hæf. Enn í dag geta Sovétríkin ekki brauðfætt íbúana. Lengi vel fengu sam- yrkjubændur ekkert kaup. Þeir fengu það sem var til skipt- anna, þegar ríkið hafði tekið af þeim það, sem því þókn- aðist. Samyrkju- bændur urðu ánauð- ugir þrælar. Þeir máttu ekki yfirgefa landareign búsins nema með leyfi leynilögreglu og bú- stjóra. Bústjóri mátti ekki fella fræ í jörð nema hafa til þess bréf frá þar til gerðri skriffinnskustofnun. Vélar voru af skorn- um skammti og þeim safnað saman í svo- kölluðum vélamiðstöðvum. Það gat ver- ið komið fram á sumar, þegar vélamið- stöðin sendi traktor til að plægja. Nú mega samyrkjubú eiga vélar, en eiga í stöðugum vandræðum að afla varahluta. Á sjöunda áratug var manni nokkrum, Khúdénko að nafni, leyft að reka bú svo sem honum sjálfum þótti henta án þess að sækja um leyfi fyrir hverju eina til flokks, lögreglu og ríkis. Fá ár liðu og var búið þá svo blómlegt, að það stór- græddi. Þá var búið snarlega lagt niður, Khúdénko handtekinn, sakaður um at- hæfi skaðlegt ríkinu. Hann andaðist í fangelsi tveim eða þrem árum síðar. Hversvegna var þetta? Flokkurinn sá, að vald hans myndi gufa upp ef þetta væri leyft, og það mátti ekki gerast. Enn þann dag í dag hefur það ekki verið orð- að í Sovétríkjunum, að samyrkjukerfinu verði haggað. Frekar vilja ráðamenn flytja inn tugi milljóna smálesta af korni á ári, sem kostar dávæna upphæð í gjald- eyri. Ef samyrkja yrði lögð niður, til hvers voru þá allar milljónirnar drepnar? HREINSANIR í borgarastríðinu var ekki aðeins hin- um fyrri forréttindastéttum útrymt. Allir sem höfðu haft einhver kynni af skóla- bókum voru annað hvort drepnir eða reknir í útlegð. Nú var þráðurinn tekinn upp að nýju. Menntamönnum, embættis- mönnum, gömlum bolsivikkum og flokksmönnum svo og herforingjum var útrýmt. Roj A. Médvédéff segir í bók- inni Lát söguna dœma að allt að þúsund manns voru skotnir á degi hverjum í Gorbatsjof Sovétleiðtogi ásamt Raisu konu sinni. Hann seg- ist vilja miklar umbætur á sovésku þjóðfélagi. Því meira sem hann ræðir nauðsynlega byltingu í sovésku efnahagslífi því stærra virðist verkefnið. „Því meiri sem keyrslan er því grýtt- ari virðist leiðin," er lýsing tfmaritsins Economist á fyrirætl- unum Gorbatsjofs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.