Heimsmynd - 01.11.1987, Page 17

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 17
EFTIR JÓN ORM HALLDÓRSSON Dr. Piet Admiraal svæfingalæknir f borginni Deift í Hollandi, er einn fárra lækna sem hlotið hefur frægð fyrir að drepa fólk frem- ur en lækna það. ÞEGAR LÆKNIRINN DREPUR Líknardráp — dauði að eigin ósk? Iþessum mánuði munu hollenskir læknar drepa 600 sjúklinga að yfir- lögðu ráði og með fullu samþykki þeirra. Þetta er oftast dauðvona fólk, sem vill frekar skjótan dauða en tóra nokkra mánuði fársjúkt. Það er þó ekki alltaf þannig að viðkomandi sé við dauðans dyr. Stundum er sjúklingum, sem þjást af kvalafullum og bæklandi sjúkdómum, hjálpað til þess að binda enda á líf sitt, þó veikindi þeirra séu ekki banvæn. I flestum tilvikum er um að ræða fólk, sem er með fulla meðvitund. Um það fólk fjallar þessi grein. Það má hins veg- ar greina á milli í það minnsta þriggja meginflokka, þegar rætt er um líknar- dráp. I flestum löndum hefur það aukist, að slökkt er á vélum sem halda lífi í fólki eftir að heilastarfsemi er hætt og mann- eskjan er í raun úr sögunni. Þetta er lík- lega ekki verulega umdeilt lengur, en á síðasta áratug urðu mikil blaðaskrif vegna þessa í Bandaríkjunum og víðar. — í annan stað er svo beint dráp á fólki, sem er með rænu, en á skammt eftir ólif- að og vill forðast óbærilegar kvalir og erfitt dauðastríð. — í þriðja lagi eru svo þeir sjúklingar, sem þjást af kvalafullum sjúkdómum, sem eru ólæknandi en ekki banvænir. Reynsla Hollendinga í þessum efnum hefur hrundið af stað umræðu um alla Evrópu þar sem rætt er eitt síðasta bann- orð samfélagsins, dauðinn. Þessi um- ræða hefur hvergi orðið eins opinská og í Hollandi, þar sem fólk hefur lýst því í blaðaviðtölum hvernig það með aðstoð lækna endaði líf sinna nánustu. Umræð- an hefur þó í mörgum löndum Evrópu farið inn á svið, sem ekki hefur þótt við hæfi að ræða til þessa: hvort fólk sé til- búið til þess að gefa öldruðum foreldrum sínum eða maka banvænt eitur til þess að forða þeim og aðstandendum frá löngu og erfiðu dauðastríði. Til þessa hefur slíkt alls staðar verið ólöglegt og fólk hefur stundum verið dæmt fyrir morð í slíkum tilfellum. í Hollandi hefur þingið hins vegar til með- ferðar nýja löggjöf, sem gera mun líknar- dráp lögleg undir mörgum kringumstæð- um. Þarna verður um að ræða viður- kenningu löggjafans á því sem þjóðin hefur þegar gert upp við sig. Hollending- ar komust að sínum niðurstöðum eftir margra ára deilur og í ljósi langrar reynslu af starfi nokkurra lækna, sem riðu á vaðið og fóru að aðstoða fólk sem vildi binda enda á líf sitt. að er á heldur ólíklegum stað, sem aðalumræðan og aðgerðirnar eiga sér stað í Hollandi, eða í smáborginni HEIMSMYND 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.