Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 23

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 23
að tala við íslenska eða erlenda blaðamenn, á þingflokksfund, í kokteilboð („Við reynum yfirleitt að losna úr þeim sem fyrst,“ segir Edda kona hans), út að ganga með hundinn sinn Nonna og á góðum kvöldum í bridge með félögum sínum. Hann og Edda kona hans áttu silfurbrúðkaup um daginn en hún er níu árum yngri en hann. Saman eiga þau þrjú börn en Steingrímur var áður giftur bandarískri konu og átti þrjú börn með henni, sem öll eru búsett í Bandaríkjunum. Hjónin virð- ast samhent, hún hefur fylgt honum á ferðalögum erlendis og náði góðu sambandi við Raisu Gorbachevu á leiðtogafundin- um með þeim afleiðingum að Raisa bauð Eddu út í hádegis- verð í Moskvu í mars síðastliðnum, þar sem þær voru einar ásamt túlki og heyrir slíkt að sögn Steingríms til algerra und- antekninga. A meðan ræddi hann við Gorbachev, „og það var eitt eftirminnilegasta samtal sem ég hef átt við þjóðarleið- toga.“ Það er sólríkur mánudagsmorgunn þegar ég sest niður með Steingrími fyrst, á skrifstofu hans í utanríkisráðuneytinu. Hann er nýicominn af ríkisstjórnarfundi. Stjórnarsamstarfið ber eðlilega á góma í framhaldi af því. Áður kemur hann þó með eina pillu á reykingar undirritaðrar, „ég vandi Eddu af því að reykja með því að kaupa bíl með rafmagnsrúðum." Hann segir að honum sé fúlasta alvara í þeirri von að þetta stjórnarsamstarf haldist. „Þjóðin má ekki við öðru, nýjum kosningum og uppiausn, þótt ljóst sé að mikil átök eru fram- undan. Sem forsætisráðherra í síðustu ríkisstjórn ýtti ég oft flokkshagsmunum til hliðar í þágu stjórnarsamstarfsins í þeim ásetningi að halda út kjörtímabilið þótt Friðrik Sophusson væri kjaftandi út á Seltjarnarnesi." Þetta segir hann að Þorsteinn Pálsson verði nú að leggja áherslu á, „að láta flokkshagsmuni víkja sé það stjórnarsam- starfinu nauðsynlegt. Og það er líka mikilvægt fyrir hann sem forsætisráðherra að hafa trúnað samráðherra sinna. Hann er ungur blessaður og hefur átt á brattan að sækja en sem forsæt- isráðherra verður hann að sýna þann dug að standa gegn flokkseigendafélaginu en ekki að láta það ráða ferðinni, eins og hann gerði í sambandi við Útvegsbankamálið. Þá hótaði hann líka að slíta stjórnarsamstarfinu. Ég varð líka fyrir von- brigðum með hann eftir síðustu kosningar þegar hann talaði ekki við fyrrum samstarfsflokk sinn en ég sagði honum þá að við, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, ættum að bjóða öllu byrginn með myndun minnihlutastjórnar og vera ákveðnir í aðgerðum í efnahagsmálum. Hann hafnaði því, síð- ar komu þeir skríðandi. Enda virtist það Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki meira kappsmál að mynda þessa stjórn en okk- ur. Kratarnir og við áttum hins vegar meiri samleið í stjórnar- myndunarviðræðunum. En það eru stórar hættur framundan enda komu þeir fimm mánuðir sem fóru í kosningar og stjórn- armyndunarviðræður efnahagslífinu í ógöngur. Við framsókn- armenn tökum þó þátt í þessu stjórnarsamstarfi af fullri ábyrgð." Um hlýrra samband sitt við kratana en sýnt þótti í upp- hafi segir hann: „Jón Baldvin hefur komið á óvart. Það er mun meiri töggur í honum en ég hélt. Ég taldi upphaf- lega að Jón Sigurðsson yrði betri sem fjármálaráðherra. Jón Sigurðsson er mætur maður en hann er meiri embættismaður en pólitíkus. Ég er ekki að segja með þessu móti að það sé einhver ást á milli okkar Jóns Baldvins en ég styð hann heils- hugar í að reyna að ná hallalausum fjárlögum. Hann þarf hins vegar að passa sig á fljótfærni og óraunhæfum aðgerðum. Með þessu fjárlagafrumvarpi má þó segja að hafi náðst viss lending eða samkomulag milli stjórnarflokkanna sem hægt er að sætta sig við, þótt ljóst sé að mikil átök eru framundan. Þenslan í þjóðfélaginu er slík og meðal kaupmáttur langt umfram þjóð- arframleiðslu. Við þolum ekki nýja verðbólguöldu.“ — Af samráðherrum sínum nú telur hann Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra þann aðila sem hugsanlega ögrar stjórnarsamstarfinu. „Hún er alltof stíf og með því að heimta stóraukið fjármagn í þann þenslugeira sem húsnæðismálin eru gæti hún ögrað núverandi samstarfsgrundvelli." Persónulega segist hann ekki hafa horn í síðu neins, hvorki ( eigin flokki né öðrum. „Ég vil að vísu breyta Framsóknar- flokknum, gera hann opnari og nútímalegri og neita því ekki að menn eins og Páll Pétursson vilja standa ( vegi fyrir því. Slíkar efasemdir eru þó hverjum flokki hollar. Varðandi aðra stjórnmálamenn fer hroki sumra og hatur annarra í taugarnar á mér. Svavar Gestsson er dæmi um hatursfullan stjórnmála- mann í málflutningi sínum og Davíð Oddsson má passa sig á hrokanum. Sem vinsæll borgarstjóri hefur hann meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og er fyrir vikið hálfgerður einræðis- herra.“ Hann viðurkennir að virðing Alþingis hafi farið minnkandi. „Þar sitja engir skörungar en margt ágætis fólk. Segja má að breytingarnar í umheiminum hafi orðið hraðari en breytingar á heimsmynd okkar. Kannski er Ólafur Ragnar Grímsson tákn um heimsborgara í stjórnmálum, hann er fluggáfaður en óþolandi egóisti. Kannski erum við það allir. . . Nú, Jón Baldvin fer með uppbrettar ermar og Bryndísi sína í Múla- kaffi. Mér finnst hann hafa svolítið grófan stíl í almennings- tengslum en það virkar kannski. — Sjálfur hefur hann orð á sér fyrir að vera mjög opinskár við fjölmiðla. „Ég hef verið opinskár og tel nauðsynlegt að halda góðu sambandi við fólk. Ég labba úti á götu og þar ávarpa menn mig, ungir strákar koma til mín og ég rabba við fólk í sundlaugunum. Þetta er munaður sem erlendir stjórn- málamenn geta ekki leyft sér. Þeir geta ekkert farið nema í skotheldum bflum með sæg lífvarða.“ Af þeim erlendu stjórnmálamönnum sem hann hefur hitt telur hann Gorbachev áhrifamestan. „Þessi fundur sem ég átti með honum í Moskvu í mars er mér mjög minnisstæður. Gor- bachev kemur fyrir sem maður djúpt sokkinn í sitt starf, skarpur, hiklaus og ákveðinn. Um hans einkamál veit ég lítið. Það ganga um það sögur að þau hjónin búi ekki saman en hans heimsmynd er augljóslega allt önnur en fyrirrennara hans. Reagan hitti ég bara örstutt þegar leiðtogafundurinn stóð yfir. Hann er eldri en Gorbachev og ekki eins dýnamísk- ur en geðfelldur og sagði brandara." —Hann segist ekki sammála þeim skoðunum, að ræðan sem Gorbachev flutti í Murmansk nýlega marki ekki tímamót. „Ég hef trú á því að honum sé alvara með glasnost. Hann sér að það er þörf á breytingum á sovésku efnahagslífi og við verðum að vona að honum takist að framkvæma stefnu sína. Stórveldi sem sveltur er mun hættulegri andstæðingur en stór- veldi þar sem íbúar eru ánægðir. Ég er á móti kommúnisma en ég er hrifinn af Gorbachev og því frumkvæði sem hann hef- ur sýnt á alþjóðavettvangi. Sem utanríkisráðherra Nato-ríkis er ég hins vegar ekki sammála Bandaríkjamönnum í einu og öllu, tel reyndar af og frá að við eigum að vera einhverjir aft- aníossar bandarískra stjórnvalda. Ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að endurskoða varnarsamninginn og alla viðbótarsátt- málana við hann. Ég tel einnig að bandarísk stjórnvöld hafi talið okkur of auðveld í meðförum. Bent hefur verið á það að við ættum ekki að blanda varnarsáttmálanum í önnur sam- skipti við bandarísk stjórnvöld en sýni þau okkur óbilgjarna afstöðu þá dregur það að sjálfsögðu úr stuðningi við veru varnarliðsins hér.“ u ann segist hafa það að markmiði sem utanríkisráð- ■ herra að rödd íslands verði hærri á alþjóðavettvangi. „Gagnrýnni afstaða mín til ýmissa mála er varða samskiptin við Bandaríkin er ekki brotthvarf frá meginlínu okkar í utan- ríkismálum undanfarin ár. En það að við séum í Nato þýðir ekki að við eigum að vera sammála bandarískum stjórnvöld- HEIMSMYND 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.