Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 25

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 25
um ( einu og öllu. Norðmenn eru til dæmis með fyrirvara á stjörnustríðsáætlun Reagan-stjórnarinnar og ég tel að hún standi í veginum fyrir afvopnun. Þá styð ég tillögu Svía og Mexíkó um frystingu á tilraunum með kjarnorkuvopn. Mér finnst afstaða okkar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafa tekið allt of mikið mið af afstöðu bandarískra stjórn- valda. Lítið dæmi um það er tillaga sem kom fram um þjóðar- atkvæðagreiðslu vegna sjálfstæðisbaráttu Vestur-Sahara. Við sátum hjá af því bandarísk stjórnvöld voru á móti henni þótt önnur norræn ríki hafi stutt þessa tillögu. Ég get ekki hugsað mér að styðja þeirra stórveldapólitík, til dæmis í Mið-Amer- (ku og er algerlega á móti stuðningi þeirra við contra-skæru- liðana. Ég tel reyndar að bandarísk stjórnvöld hafi hrundið sumum ríkjum í fang kommúnista með afstöðu sinni. Og hvers vegna styðja þau einræðisstjórnina í Chile?“ Hann fer hlýjum orðum um Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tel hann einlægan stuðningsmann sam- komulags austurs og vesturs. Um Reagan get ég ekki fullyrt í þessu samhengi enda held ég að hann ráði ekki í raun. Shultz hefur sagt mér að Reykjavíkurfundurinn hafi verið stórt skref í átt til árangurs og ég tel að meðan þessar þreifingar eru í gangi milli stórveldanna eigum við ekki að rugga bátnum. Hins vegar á ég mér þann draum að við getum orðið virk vegna landfræðilegrar legu okkar og ýmislegs annars í þá veru að hafa áhrif og jafnvel frumkvæði. Ég hef viðrað þá skoðun mína að á íslandi yrði staðsett miðstöð, starfrækt í þeim til- gangi að bæta sambandið milli austurs og vesturs. Ég ætla mér að viðra þessa hugmynd betur við bæði stórveldin en þegar ég ræddi hana við Gorbachev varð hann hrifinn og sagði Rússa tilbúna að leggja pening í þetta.“ Þrátt fyrir að hann sé fáliðaður í utanríkisráðuneytinu, sem hann kvartar undan, segir hann vilja margra starfsmanna þar til að gera vel vera mikinn. „Pað er verið að kvarta undan bákni en við erum mjög fáliðuð. Ég hef ekki ráðið í neina stöðu sjálfur, forveri minn Matthías Á. Mathie- sen var búinn að ráða menn í einar átta stöður. Svona er nú pólitíkin. Hér eru hins vegar margir ágætir starfsmenn sem hafa verið í utanríkisþjónustunni um árabil." —Þegar Edda, eiginkona Steingríms, er innt eftir fyrirætl- unum hans í framtíðinni, áhuga hans á forsetaembættinu til dæmis, dregur hún úr þeim orðrómi. „Núverandi forseti er svo vinsæl og því skil ég ekki af hverju fólk er að tala um ein- hvern annan í það embætti," segir hún. Sjálfur segir Steingrímur: „Forsetastarfið eins og því er háttað nú hefur ekki vakið áhuga minn. Petta er æðsta virð- ingarstaða í landinu en ég tel embætti forseta of slitið úr tengslum við þjóðmálin. Forseta er meinað að láta í ljós skoð- anir á viðkvæmum málum. Ég tel að því ætti að vera öðruvísi farið, meira í líkingu við forsetaembættið í Finnlandi. Pað ætti að auka völd forsetans, þannig að hann yrði sem slíkur öflugri málsvari þjóðarinnar í ýmsum málum. Mér finnst að forseti ætti að geta túlkað okkar utanríkisstefnu á erlendum vett- vangi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ef slík breyting á að verða á embættinu þarf að breyta stjórnarskránni. Forseti íslands núna hefur aðeins vald í sambandi við stjórnarmynd- anir og í stjórnarkreppum. Því hefur þetta embætti ekki verið að mínu skapi. Hver forseti hefur sinn stíl og það verður erfitt fyrir eftirmann Vigdísar ef sá ætlar sér að feta í fótspor henn- ar. Hún hefur mótað embættið vel gagnvart vissum þáttum og verið jákvæð ímynd fyrir ísland erlendis. Eftirmaður hennar verður að marka sína eigin braut." — Langar hann inn á þá braut? Hann hlær. „Ég hef skorað á forsetann að sitja áfram. Hvað verður svo í framtíðinni þori ég ekkert að segja um. Vinsældir mínar geta dalað auðveld- lega, sérstaklega ef það líða fjögur ár í næstu forsetakosning- ar.“ — Hann kemur kannski þó upp um sig í lokin þegar hann lýsir þeim eiginleikum sem hann langi til að sjá í næsta for- seta, hvenær sem það verður. „Mér þætti gaman að sjá mann í því embætti sem hefði áhuga á náttúruvernd, umhverfismál- um, íþróttahreyfingunni, skógrækt. . .“ svo skellihlær hann! Laugaveg 20 sími 91-10655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.