Heimsmynd - 01.11.1987, Side 29

Heimsmynd - 01.11.1987, Side 29
um árum og felst í því að fyrirtæki hafa verið að bjóða hvert í annað, yfirtaka önnur fyrirtæki eða verjast því að vera yfirtekin. Þessar yfirtökur hafa verið fjármagnaðar með dýru lánsfé og hafa þannig aukið á skuldsetningu í þjóðfé- laginu án þess að um verulega fram- leiðslu- eða framleiðniaukningu sé að ræða. Það þarf ekki að taka það fram að þessi þróun hefur enn frekar stuðlað að samsöfnun auðsins. — Loks bendir dr. Batra á mikinn og vaxandi halla á ríkis- sjóði Bandaríkjanna, sem bendi til þess að geta ríkissjóðs til að beita hefðbundn- um keynesískum aðferðum gegn hugsan- legri kreppu geti orðið minni en æskilegt væri. Til að slá á þá kreppu sem dr. Batra er fullviss um að muni skella á árið 1990 tel- ur hann að ríkisstjórnin verði að grípa til þess ráðs að leggja 5 prósent eignaskatt á alla Bandaríkjamenn sem eigi eignir yfir 2 milljónir dala. Með því vinnist tvennt; annars vegar það að dregið er úr sam- söfnun auðsins og hins vegar að ríkis- sjóður Bandaríkjanna fái tekjur sem geri honum kleift að grípa til ráðstafana sem dragi úr áhrifum komandi kreppu. S undanförnum 4 til 5 árum hef- ur orðið geysileg verðhækkun á hlutabréfum í helstu kaup- höllum Vesturlanda. Þreföldun á verði hlutabréfa á þessu tímabili er ekki óal- geng. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkj- unum, helstu ríljjum Evrópu og í Aust- urlöndum fjær hafa blómstrað og aðilar sem hafa fjárfest á þessum mörkuðum á þessum tíma hafa hagnast verulega. Þessari verðhækkunaröldu svipar mjög til þeirrar þróunar sem var í kauphöllum á þriðja áratugnum, fyrir kreppuna miklu, en þá hækkuðu hlutabréf mjög í verði. Verð hlutabréfa myndast á tvennan hátt. Annars vegar er um að ræða það verðmæti sem efnahagslegar forsendur gera ráð fyrir að hlutabréf skili eiganda sínum. Þar er einkum um að ræða þær arðgreiðslur, sem reikna má með að fyr- irtækið greiði eigendum hlutabréfa á komandi árum. Núvirði þeirra arð- greiðslna ætti að vera jafnt og verðmæti hlutabréfanna. Hagnaður fyrirtækjanna er oft talinn geta gefið vísbendingu um það hversu digur þessi arður komi til með að verða og þess vegna er verðmæti hlutabréfa oft mælt miðað við hagnað- inn, það er svokallað verðmætis/hagnað- arhlutfall (price/earnings ratio). Þetta hlutfall hefur farið hækkandi á undan- förnum árum, sem segir það að hækkun á verði hlutabréfanna á sér ekki einvörð- ungu forsendur í batnandi afkomu fyrir- tækjanna og þar með bættum möguleik- um þeirra til arðgreiðslna síðar meir. Vissulega hefur afkoma fyrirtækja á Vesturlöndum batnað frá því 1982, er segja má að 4 til 5 ára tímabili efnahags- Enn falla verðbréf á Wall Street. Dr. Ravi Batra er meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr. Hann segir að markaðurinn muni jafna sig aftur - að sinni. Hér flytur hann fyrirlestur um komandi kreppu. stöðnunar hafi lokið. Nokkur atriði hafa vegið þungt í batnandi afkomu fyrirtækja á þessu tímabili. Vextir hafa lækkað og sömuleiðis eldsneytisverð meðan þjóðar- tekjur hafa verið á uppleið. Afleiðingin er minni kostnaður fyrirtækjanna jafn- framt því sem eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu hefur farið vaxandi, sem leiðir til aukins hagnaðar þeirra. A.HANSEN-RÓMAÐ VEITINGAHÚS NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL BORÐAPANTANIR í SÍMA 651130 A. HANSEN Vesturgötu 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.