Heimsmynd - 01.11.1987, Page 30

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 30
Ymislegt bendir nú til þess að því tímabili efnahagsbata sem lýst var hér á undan sé nú um það bil að ljúka eða sé lokið. Þrátt fyrir þetta hefur verð á hlutabréfum hækkað veru- lega á þessu ári, en hlutabréfamarkaður- inn er hins vegar verulega sveiflukennd- ari en fyrr. Þannig hefur verð á hluta- bréfum í Bandaríkjunum sveiflast geysilega nú í haust. Hvert metið af öðru hefur verið slegið, bæði hvað varðar verð hlutabréfa, svo og hvað varðar verðfall á einum degi. Þetta hefur leitt til verulegs óróa á markaðinum. Dr. Batra telur að verð á band- arískum hlutabréfum eigi enn eftir að hækka og muni gera það allt fram til ársins 1989 þegar verð- hrunið taki við. Ástæðuna telur hann vera þá spákaupmennsku sem í gangi sé á verðbréfamarkaðinum og þá verð- hækkun sem hún ein sér valdi. Þar með er komið að öðrum mikilvægum þætti sem ákvarðar verð hlutabréfa, sem spá- kaupmennskan er. Mikið hefur verið skrifað um hvernig tekjur fyrirtækjanna, arður og arðsvon, hafi áhrif á verð hluta- bréfa, eins og lýst var hér að framan en nær ógerlegt er að meta hvaða áhrif spá- kaupmennskan hefur á verðið og hvort og hvenær hún hafi meiri áhrif en efna- hagslegar forsendur fyrirtækjanna. Þó má benda á að verð hlutabréfa í Banda- ríkjunum hefur hækkað þrefalt á undan- förnum áratugum meðan raunvirði þjóð- arframleiðslu hefur aukist um rúm 20 prósent. Vera má að verðmæti hluta- bréfa hafi verið stórlega vanmetið í upp- hafi þessa vaxtarskeiðs en vissulega bendir þetta til þess að á einhverju stigi verðhækkunartímabilsins hafi spákaup- menn ákveðið að slást með í hópinn. Spákaupmennirnir stfla upp á það að njóta verðhækkunarinnar án þess að þurfa að tapa vegna hugsanlegrar verð- lækkunar. Þeir eru því gjarnan fyrstir út af markaðinum þegar þeim sýnast horfur á því að verðið muni lækka. Þetta hefur væntanlega verið að gerast á undanförn- um vikum og mánuðum, spákaupmenn hafa verið að stökkva af lestinni þegar þeim sýnist ferðin vera orðin hæg og þetta hefur valdið miklum verðlækkun- um. Markaðurinn hefur hins vegar alltaf náð að jafna sig og verðið hefur hækkað aftur. En það er ekki aðeins í Bandaríkjun- um sem spákaupmenn hafa að einhverju leyti verið að verki. Hlutabréfamarkaður annars staðar í heiminum hefur verið í miklum uppgangi og virðist byggja þar á sömu atriðum; sem sé að efnahagslegar forsendur fyrir verðhækkunum séu ekki alltaf til staðar. í Japan, þar sem verð- hækkanirnar hafa orðið einna mestar er verðmætis/hagnaðarhlutfall hlutabréfa til dæmis nærri þrefalt hærra en í Banda- ríkjunum. Þó að Japönum hafi gengið vel að selja sína framleiðslu er ólíklegt að þvflíkt verð hlutabréfa fái staðist til lengdar. ó að kenningar dr. Batra hafi hlotið töluverða athygli hafa margir orðið til að gagnrýna þær og kallað þær svartagallsraus. Þeir benda þá einkum á þau tæki sem stjórnvöld hafi yfir að ráða til að varna því að alvar- legur efnahagssamdráttur breytist í kreppu, en slík tæki voru ekki virk í kreppunni miklu árið 1929. í fyrsta lagi má nefna að nú eru innistæður í bönkum að upphæð allt að 100.000 dalir tryggðar, þannig að fæstir sparifjáreigendur ættu að tapa fé sínu þó að einhverjir bankar færu á hausinn. Þá muni atvinnuleysis- bætur, svo og önnur útgjöld ríkisins við efnahagssamdrátt, valda því að hann geti aldrei orðið að jafn djúpstæðri kreppu og varð árin 1929 til 1934. Dr. Batra virðist hafa gleymt þeim ráðstöfunum í anda Keynes sem gerðar voru í vestrænum hagkerfum á síðari hluta fjórða áratugar- ARISTOKRAT Sænsku Aristrokrat karlmannaskórnir eru í háum gæðaflokki og fást í 3 breiddum. HÖGL HÖGL skórnir frá Austurríki, eru frábær vara, þægilegir og fara vel á fæti. $kóvzd við Óðinstorg Skóverslun fjölskyldunnar Sími14955
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.