Heimsmynd - 01.11.1987, Page 31

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 31
ins, eða virðist að minnsta kosti ekki gera ráð fyrir því að aðgerðir stjórnvalda reynist haldgóðar. V Islenskur hlutabréfamarkaður hefur enn ekki náð að þróast að nokkru marki. Ástæður þess eru nokkrar. í fyrsta lagi eru tiltölulega fá íslensk fyrir- tæki almenningshlutafélög með dreifða hlutafjáreign. Segja má að aðeins tvö fyrirtæki nái því að teljast stór almenn- ingshlutafélög, það er Eimskipafélag ís- lands og Flugleiðir. Viðskipti með hluta- bréf hafa því ekki verið mikil. — í öðru lagi hafa íslensk hlutafélög ekki lagt sig mikið eftir því að úthluta arði. Hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum hafa því ekki verið notuð sem aðgangur að fjármagni, heldur í mun ríkara mæli sem aðgangur að valdi, það er við val á stjórn, stjórnar- seta og svo framvegis. Þessi þáttur varð berlega ljós fyrir aðalfund Flugleiða síð- astliðið vor þegar hlutabréf í félaginu hækkuðu mjög mikið í verði. — í þriðja lagi hafa skattalög hingað til mismunað eigendum hlutabréfa, þar sem aðeins arður upp að vissu marki hefur verið tekjuskattfrjáls, meðan vaxtatekjur af skuldabréfum hafa í flestum tilfellum verið tekjuskattfrjálsar. Ríkisstjórnin hefur þó tilkynnt að hún hyggist grípa til ráðstafana til að gera tekjur af þessum tveimur verðbréfaformum jafngild. — Þau þrjú atriði sem hér hafa verið nefnd hafa gert það að verkum að fjárfesting í hlutabréfum hefur verið óhagstæðari en fjárfesting í skuldabréfum. Þess vegna hefur skuldabréfamarkaður þróast veru- lega hér á landi á undanförnum árum meðan hlutabréfamarkaðurinn hefur set- ið eftir. Þar sem skuldabréf eru mun áhættuminni en hlutabréf er áhætta á ís- lenskum verðbréfamarkaði mun minni en á hinum erlenda, þar sem einkum er verslað með hlutabréf. Bók dr. Batra hefur nú selst í rúmlega 300 þúsund eintaka upplagi í Bandaríkjunum og er þar ein söluhæsta bók sumarsins. Þetta er hins vegar ekki fyrsta bók sinnar teg- undar sem birtist á metsölulistum. Raun- ar má segja að bók þar sem skrifað er urn efnahagslegar ófarir slái í gegn með reglulegu millibili. Þannig hafa menn séð birtast titla á borð við The Panic of ’89 °g Blood in the Streets, svo einhverjir séu nefndir. — Margir þeirra spádóma sem dr. Batra setur fram í bók sinni hafa ræst og hagfræðingar eru margir hverjir þeirrar skoðunar að kenningar hans hafi v'ð einhver rök að styðjast en fæstir þeirra eru þeirrar skoðunar að alvarleg heimskreppa á borð við kreppuna miklu sé á næsta leiti. Að þremur árum liðnum kemur síðan í ljós hvort þeir hafa rétt fyrir sér. Eimskip hf. FluglelMr hf. Kaupgengi Sölugengi Kaupgengi Sölugengi Jan. 2,66 2,80 2,66 2,80 Feb. 2,85 3,00 4,28 4,50 Mars 2,90 3,06 4,72 5,00 Apríl 2,30 2,42 1,59 1,68 Maí 2,34 2,46 1,60 1,70 Júní 2,40 2,52 1,64 1,73 Júlí 2,57 2,70 1,80 1,90 Ág. 2,60 2,73 1,80 1,90 Sept. 2,67 2,80 1,84 1,96 Okt. 3,33 3,50 2,38 2,50 Línurit þetta sýnir gengi á hlutabréfum í Flugleiðum og Eimskipafélagi íslands frá því Hlutabréfamarkaðurinn h.f. tók upp skráningu á gengi þeirra. Athyglisvert er að verð beggja hlutabréfa hefur hœkkað verulega. Sér í lagi er athyglisverð hækkun hluta- bréfa í Flugleiðum síðustu mánuðina fyrir aðalfund félagsins síðastliðið vor. Hver er munurinn á verðbréfamarkaði hér á landi og erlendis? Viðskipti á erlendum verðbréfamörk- uðum eru mest með hlutabréf. Hluta- bréf fyrirtœkja eru skráð á verðbréfa- mörkuðum og í kauphöllum og upplýs- ingar um kaup- og söluverð ákveðins bréfs eru birtar jafnharðan. Það sem einkum rœður verði hlutabréfa eru tekj- umöguleikar eigenda þeirra. Þessar tekjur felast annars vegar í útgreiddum arði og hins vegar í mögulegri verð- hœkkun bréfanna, ýmist vegna batn- andi hags fyrirtœkisins eða vegna spá- kaupmennskuáhrifa. Hlutabréf geta því verið háð miklum verðsveiflum. Gangi fyrirtœki vel og hagnist bœrilega má búast við háum arðgreiðslum og hœkk- andi verði hlutabréfa þess. Sýni fyrir- tœki tap má búast við lökum arðgreiðsl- um ef nokkrum og lœkkandi verði bréf- anna. Önnur áhœtta sem eigendur hlutabréfa taka er sú að þeir eiga síðast- ir kröfu til eigna fyrirtœkisins ef það er gert upp. Engar tryggingar fylgja hluta- bréfaeign. Fari fyrirtæki á hausinn eiga lánardrottnar þess fyrst rétt til eigna þess. Þeir sem tekið hafa veð í eignum fyrirtækisins geta látið bjóða þœr upp og notað andvirðið til greiðslu krafna sinna. Aðrir lánardrottnar eiga kröfu til þeirra eigna sem eftir eru. Þá fyrst þeg- ar þessir tveir hópar hafa fengið kröfur sínar greiddar eiga hluthafar rétt á að fá nokkuð í sinn hlut. í fæstum tilfellum þegar um gjaldþrot er að ræða fá þeir allt andvirði hlutabréfa sinna greitt. Hinn hluti verðbréfamarkaðarins, við- skipti með skuldabréf er einnig mjög stór erlendis, en mun minni en hluta- bréfamarkaðurinn. Eigandi skuldabréfs er mun öruggari með endurgreiðslu síns bréfs en eigandi hlutabréfs. í fyrsta lagi fær hann greidda fasta vexti, óháð því hvort vel eða illa árar í rekstri fyrirtæk- isins og hann á fyrstu kröfu á hendur fyrirtækinu, standi það ekki í skilum. Á móti kemur að þegar til lengri tíma er litið hafa hlutabréf skilað eigendum sín- um betri arði en skuldabréf. Á íslenska verðbréfamarkaðinum er nær eingöngu verslað með skuldabréf. Markaður með veðskuldabréf er fyrir- ferðarmikill, sömuleiðis markaður með ríkisskuldabréf og bankaskuldabréf. Skuldabréf fjármögnunarfyrirtækja og verðbréfasjóða eru einnig fyrirferðar- mikil á markaðinum. Þó að skuldabréf séu mun áhættuminni fjárfesting en hlutabréf eru vextir á þeim skuldabréf- um sem seld eru á innlendum verð- bréfamarkaði mjög háir. Mikil þensla á liðnum árum samfara lánsfjárskorti hefur orsakað og viðhaldið þessu háa vaxtastigi. Meðan ávöxtun í öruggum verðbréfum er jafnhá innanlands og nú er er trúlega ekki skynsamlegt fyrir ís- lendinga að setja mikið fé í erlend verð- bréf í öðru skyni en til áhættudreifing- ar, sem fyrr er nefnt. HEIMSMYND 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.