Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 35

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 35
að það sem gerst hefur á íslandi með vinnutíma og lág laun geti ekki og hafi ekki átt sér stað, þar sem aukin eftir- spurn muni ávallt leiða til verðhækk- ana). Innflutningur farandverkafólks mun halda niðri launum, einkum yfir- borgunum, á þenslutímum og verða nokkurs konar „sveiflujöfnunartæki á innlenda kostnaðarverðbólgu", svo ég noti hugfærasafn hagfræðinnar. Ný form hallæris á góðæristímum Hávaxtastefnan, sem gert hefur marga menn afar efnaða á stuttum tíma, hefur einnig gert marga fátæka og eignalausa. Óheft starfsemi á peningamarkaðnum hefur síðan búið okrinu til ný form sem líta út eins og nútíma þægindi en virka eins og gagnsæir hlekkir peningavalds- ins. Þar á ég til dæmis við tilboð pen- ingamanna að kaupa með afföllum vænt- anlegan lánsrétt einstaklinga í húsnæðis- kerfinu. Sama þjónusta er ugglaust komin gagnvart námsmönnum með láns- rétt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Og auðvitað munu væntanlegir lífeyris- þegar fá tækifæri til að selja undan sér lífeyrinn. Þannig er jöfnunarkerfi samfé- lagsins líka notað til að geirnegla hallæri þeirra einstaklinga sem eru févana. Manneskjan ofar peningunum Orðin góðæri og hallæri fela í sér tíma- bundið og persónubundið mat á aðstæð- um. í gamla daga var yfirleitt vísað í ein- falda mælikvarða eins og magn af veidd- um fiski. Nú á tímum eru þessi hugtök samofin hugmyndafræði markaðshag- kerfisins líkt og tískuorðið „kreppa". Talað er um kreppu hagkerfa, kreppu atvinnuvega og væntanlega heims- kreppu. En orðið kreppa er ekki notað um fólk, til dæmis kreppu foreldra eða kreppu launafólks. Fólkið er ekki verk- efni til skoðunar heldur meintir peninga- hagsmunir. Þarna þurfum við að breyta áherslum. Fólkið, manneskjan, er það sem skiptir máli. Peningar eru aðeins eitt af tækjum samskipta milli fólks. Með peningum má aldrei taka úr sambandi lýðréttindi eða velta úr sessi undirstöðusáttmálum sér- hvers mannlegs samfélags um vissa lág- marks samtryggingu. Dýrmætasta eign þjóðfélagsins eru þegnar þess, einkum börnin. Góðæri og hallæri eru orð sem eiga að lýsa framfærslu fólksins í land- inu. Góðæri á að vera eftirsóknarvert fyrir alla einstaklinga samfélagsins. I miklu góðæri eiga allir skuggar hallæris að hverfa; líka efnalegt hallæri hinna bágstöddustu. Ein mikilvægasta forsenda góðæris í reynd er sú að launin, fram- færsla alls þorra landsmanna, skapi eig- endum vinnunnar mannsæmandi kjör og fulla hlutdeild í arðsemi vinnunnar. í raunverulegu góðæri situr manneskjan í öndvegi. HEIMSMYND 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.