Heimsmynd - 01.11.1987, Side 39

Heimsmynd - 01.11.1987, Side 39
VIÐSKIPTI EFTIR ARNA ÞÓRÐ JÓNSSON OG KARL GARÐARSSON FANN LITLA GULA HÆNAN FRÆ? Árfrá stofnun fyrstu einkasjónvarpsstöðvarinnar á íslandi. Taprekstur ennþá en forráðamenn eru bjartsýnir . . . Stöð 2 er rekin með tapi. Skuldirnar hafa hrannast upp fyrsta starfsárið. Þrátt fyrir þetta eru forráðamenn Stöðvar 2 bjartsýnir á framtíð fyrirtækis- ins og segja það komið á lygnan sjó eftir erfiða fæðingu. Einu sinni var. . . Þannig byrja ævin- týrin gjarnan og þannig byrjar ævintýrið um Stöð 2. Einu sinni voru tveir menn sem fengu hugmynd um að stofna sjónvarpsstöð sem gæti keppt við íslenska ríkissjón- varpið. Þeir voru ekki þeir fyrstu sem gældu við þessa hugmynd hér á landi en þeir hrintu henni í framkvæmd. Stöðin er nú orðin ársgömul og einn stofnendanna, Hans Kristján Arnason, hefur líkt sögu hennar við söguna um litlu gulu hænuna. . . Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri segir að Stöð 2 sé orðin, „fjárhagslega skotheld". Ólafur H. Jónsson fjármálastjóri Stöðvar 2 tekur í sama streng og segir að þeir séu komnir yfir erfiðasta hjallann, „sem reyndar var stærðarinnar fjall“, að hans sögn. Áskrifendafjöldi hefur farið fram úr björtustu vonum forráðamanna stöðvar- innar og er nú kominn upp í um 25 þús- und að þeirra sögn. Þeir segja einnig að stöðin sé komin með meira en helming allra sjónvarpsauglýsinga hér á landi. En samt heyrast efasemdaraddir. Þær hafa reyndar heyrst allt frá því að Stöð 2 tók til starfa 9. október í fyrra. Sögu- sagnir hafa verið á kreiki um að fyrirtæk- ið væri að fara á hausinn, að skuldirnar væru orðnar gífurlegar og nú væru víxl- arnir að falla. . . Þessar raddir voru háværar í fyrra en það hefur borið minna á þeim undan- farið. Samt hafa þær ekki þagnað. Það eru alltaf til öfundarmenn sem vilja hag annarra sem minnstan, en í flestum sög- um leynist sannleikskorn. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hver er hin raunverulega fjárhagsstaða Stöðv- ar 2 á ársafmælinu? Stöð 2 varð til úr engu. Hún er hug- mynd sem þróaðist og varð að veruleika. Jón Óttar Ragnarsson hafði gagnrýnt ríkissjónvarpið um árabil fyrir að höfða ekki til fjöldans. Hann hafði trú á því að sjónvarp í einkaeign gæti keppt við RÚV, og sigrað í þeirri samkeppni. Formúlan fyrir Stöð 2 er blanda af auglýsingasjónvarpi og áskriftarsjón- varpi, þar sem hluti dagskrárinnar er op- inn og hluti hennar læstur. Ólafur H. Jónsson segir að þeir séu brautryðjendur þessarar formúlu í sjónvarpsrekstri og hún gangi upp. Stöð 2 er í raun tvö fyrirtæki, íslenska sjónvarpsfélagið og íslenska myndverið. Myndverið á hlut í sjónvarpsfélaginu sem á aftur meirihluta í myndverinu. „Við lítum samt á þessi tvö fyrirtæki sem rekstrarlega heild,“ segir Ólafur H. Jónsson og allar framkvæmdir eru rædd- HEIMSMYND 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.