Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 42

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 42
innlenda dagskrárgerð," segir Jón Óttar Ragnarsson, og bætir því við að hún kosti Stöð 2 meira en erlenda efnið. Ól- afur H. Jónsson segir erfitt að meta kostnaðinn við innlent efni á árinu, en giskar á að hann verði á bilinu 100 til 170 milljónir króna. Pað má þó ætla að það liggi ennþá meiri peningar í innlendu dagskrárgerð- inni. Stöðvarmenn vilja ekki gefa upp hvað rekstur fréttastofunnar kostar, en samkvæmt heimildum HEIMSMYND- AR er hann ekki undir 8 milljónum króna á mánuði, og þá er ekki tekið tillit til aukins kostnaðar vegna 19:19 þáttar- ins sem hóf göngu sína í síðasta mánuði. Fjármálastjórinn segir að til að standa undir kostnaði við 19:19 þurfi 5000 nýja áskrifendur. Þættirnir um sjúkrahúsið í Gerfahverfi voru dýrir, og eins lá mikill kostnaður að baki kosningasjónvarpi Stöðvar 2. „En það var metnaðarverk- efni hjá okkur," bætir hann við. Kostnaður við innlenda dagskrárgerð er misjafn, en hver meðalþáttur getur kostað allt frá 250 upp í 500 þúsund krónur. Aðrir þættir eru dýrari. Þótt innlenda dagskráin sé dýr, þá liggja einnig miklir peningar í myndum og þáttum sem keyptir eru erlendis frá, og þýðingum á þeim. Forráðamenn Stöðvar 2 fóru til Bret- lands fjórum mánuðum áður en stöðin hóf útsendingar og gerðu samning við bandaríska dreifingarfyrirtækið UIP - United International Pictures - sem hef- ur umboð fyrir Metro Goldwin Mayer, United Artists, Paramount og Universal. Samkvæmt samningnum þurfti Stöð 2 að greiða 30 sent eða 12 krónur á hvern áskrifanda fyrir hverja kvikmynd og miðaðist samningurinn við 10 sýningar innan árs. Þetta virðist ekki há upphæð, en ef við gefum okkur að áskrifendur Stöðvar 2 séu 22 þúsund, þá kostar hver mynd um 6000 Bandaríkjadali, eða um 240 þúsund íslenskar krónur. Kvikmyndahúsaeigendum ber saman um að Jón Óttar og félagar hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir voru að skrifa undir þegar samningurinn var gerður við UIP. „Þeir gerðu illilega í buxurnar í þessari samningagerð,“ sagði einn heimilda- manna HEIMSMYNDAR um samning- inn. Bæði Jón Óttar og Ólafur viðurkenna að mistök hafi verið gerð í upphafi. „Samningarnir við UIP voru óhagstæðir í byrjun en þeim var breytt eftir fyrstu mánuðina,“ segir Ólafur. Jón Óttar segir að Stöð 2 borgi nú fyrir tvær til fimm sýningar á hverri mynd frá UIP og miðist samningurinn við tvö ár. Það er óhætt að setja stórt spurninga- merki við þá fullyrðingu að Stöð 2 borgi nú aðeins fyrir tvær til fimm sýningar á hverri mynd. Hvers vegna ætti UIP að gefa eftir helminginn af samningi sem var afar hagstæður í byrjun? Aðrir samningar gilda um sjónvarps- myndir og framhaldsþætti. Stöð 2 borgar yfirleitt ákveðið gjald fyrir sjónvarps- myndir sem sýndar eru í ólæstri dagskrá. Verðið er yfirleitt 5 til 8 dalir á mínútu og skiptir fjöldi áskrifenda ekki máli. Forráðamenn Stöðvar 2 hafa reyndar látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að aukin samkeppni við RÚV hafi tvöfaldað þetta 42 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.