Heimsmynd - 01.11.1987, Page 47

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 47
innanlandsflugleiðum. Stjórn Loftleiða taldi þessa sérleiðaskiptingu óviðunandi og ákvað í kjölfarið að leggja niður allt innanlandsflug." Uppfrá því segir Milla að ágreiningur hafi orðið um hver skyldi vera framtíð fyrirtækisins. „Sumir stjórnarmenn og hluthafar vildu af ýmsum orsökum leggja tryggingarféð sem fékkst fyrir Heklu og þann pening sem fékkst fyrir innanlands- vélar félagsins í annan rekstur. Það var rætt að leggja flugstarfsemina niður og kaupa olíuskip. Flugfélag íslands hafði haft mun meiri pólitísk ítök í kerfinu og fyrir vikið notið betri fyrirgreiðslu og það blés ekki byrlega fyrir Loftleiðum á þessum tíma. Alfreð mátti ekki til þess hugsa að flugstarfsemin yrði lögð niður. Fyrirtækið hafði verið stofnað til að veita hon- um og hinum flugmönnunum atvinnu. Þar að auki vofði sú hætta yfir að ef ekki yrði keypt flugvél hefðu Loftleiðir misst leyfið til Bandaríkjaflugsins, sem Alfreð og fleiri trúðu að gæti orðið lífæð félagsins. I kjölfar þessa kom upp valdabarátta innan stjórnar fé- lagsins og barátta um hluta- bréfakaup. Alfreð og fleiri starfsmenn seldu ýmsar per- sónulegar eigur til að geta auk- ið hlut sinn. Þeir fengu Sigurð Helgason til liðs við sig en hann gat fengið lánað fé frá Sveini Valfells og kom hann því inn í félagið árið 1953. Al- freð og félagar hans töluðu um það við Sigurð Helgason að þeir hinir stjórnarmennirnir gætu keypt af honum síðar, á nafnverði, hluta af þeim bréf- um sem skráð voru á hans nafn, þannig að þeir ættu allir jafnan hlut félagamir í stjóm Loftleiða. Þegar þeir höfðu síðan bolmagn til að leysa til sín bréfin sagði Sigurður við þá: Ja, hvað bjóðið þið í bréf- in. Þótt beiskja hennar sé augljós minnist hún einnig góðra stunda á uppgangsár- um Loftleiða, hún tekur sem dæmi þegar Loftleiðamenn komust í samband við Ludvig G. Braathen, norskan athafna- niann. „Samvinna Loftleiða og Braathen hófst 1952, þegar flugfélag hans, sem var með fastar flugferðir frá Norðurlöndum til Asíu, gerðist umboðsaðili Loftleiða í Noregi. Félög þessi skiptust á leiguvél- um og í fimmtán ár fór allt viðhald Loft- leiðavéla fram í Noregi. Eins og Alfreð hefur bent á hefðu Loftleiðir átt erfitt uppdráttar ef ekki hefði komið til þess- arar samvinnu. Grundvöllur samvinn- unnar vom lendingarleyfi þau sem Loft- leiðir höfðu í Evrópu og Bandaríkjunum °g um tíma gátu félögin myndað saman net áætlunarferða milli þriggja heims- álfa.“ Hún minnist þessara uppgangsára með velþóknun. Loftleiðir uxu og döfnuðu sem og fjölskylda hennar sjálfrar. „Með örum vexti Loftleiða minnkuðu umsvif Flugfélags íslands sem og ítök í kerfinu. Loftleiðir öðluðust virðingu fólks í land- inu sem gerði sér grein fyrir framtaks- seminni sem lá að baki fyrirtækinu. Al- freð hafði aldrei áhuga á að blanda póli- tískum tengslum inn í starfsemi félagsins. Hann var ekki klíkumaður.“ Um miðbik sjötta áratugar varð Al- freð Elíasson forstjóri Flugleiða. Á þess- um árum var flugvélakosturinn endur- nýjaður, áætlunarferðir hófust til Lúx- emborgar, dótturfyrirtæki Loftleiða, Icelandic Airlines Inc., var stofnað í New York og starfsfólki fjölgaði fimmfalt á sjötta áratugnum. Snemma á sjöunda áratugnum var skrifstofubyggingin við Reykjavíkurflugvöll reist og Loftleiðir tóku við flugafgreiðslu ríkisins á Kefla- víkurflugvelli. Kynningarstarfsemi Loft- leiða var öflug og um leið íslandskynn- ing. Loftleiðahótelið var opnað 1966 og stækkað um helming fimm árum síðar. Lengi vel stóðu Loftleiðir í deilu við IATA-samsteypuna vegna lágra fargjalda en uppfrá 1969 geisaði fargjaldastríð á Norður-Atlantshafsleiðinni, sem félagið var ekki búið undir og áttundi áratugur- inn hófst á taprekstri. Það er um þetta leyti sem hugleiðingar um meiri sam- vinnu íslensku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélags íslands, verða að veru- leika. Þegar áttundi áratugurinn gekk í garð urðu einnig tímamót í lífi Kristjönu Millu og Alfreðs Elíassonar. „Alfreð veiktist alvarlega haustið 1971. Eftir það varð hann aldrei samur. Hann var frá vinnu meira og minna mánuðina eftir aðgerðina. Ég er þess fullviss að samningarnir sem síðar leiddu til sam- einingar flugfélaganna hefðu orðið hag- stæðari fyrir Loftleiðamenn hefði Alfreð haldið fullri heilsu. Þegar þreifingar áttu sér stað um þetta leyti spurðu Flugfé- lagsmenn hver Loftleiðamenn héldu eignarhlutföllin vera og nefndu þeir Loftleiðamenn þá töluna 80 prósent á móti 20 prósent hlut Flugfélagsins. Þeir skírskotuðu þarna til veltu fé- laganna 1970, en þá velti Flug- félagið 600 milljónum króna en Loftleiðir 2,8 milljörðum. Síð- an var ákveðið að félögin létu gera mat á eignum sínum. En ef litið er á eignir Flugleiða í dag eru þær flest allar komnar frá Loftleiðum, fyrir utan eina Boeing-vél Flugfélagsins og Fokker-vélarnar. Ný Boeing- vél var keypt eftir sameining- una sem og Hótel Esja. Allar aðrar eignir Flugleiða voru framlag Loftleiða við samrun- ann. Það er ljóst að öll samn- ingagerðin miðaðist við að gera hlut Flugfélagsins sem mestan á kostnað hlutar Loft- leiða. í samþykktum þeim sem félögin komu sér saman um við sameininguna var kveðið á um að hundraðshluti þess fé- lags sem minna teldist eiga yrði aldrei lægri en 35 prósent. Endirinn varð þó sá að Loft- leiðir fengu aðeins 54 prósent og Flugfélagið 46 prósent.“ Hún segir maðka hafa verið í mysunni við sameiningu flug- félaganna. Hún bendir á þær hugleiðingar sem koma fram í Alfreðs sögu og Loftleiða sem Jakob F. Ásgeirsson skráði. Þar segir Alfreð með- al annars að hinar opinberu orsakir sam- einingarinnar hafi verið erfiðleikar flug- félaganna og því hafi stjómvöld þrýst á sameiningu á þeirri forsendu að það leiddi til aukinnar hagkvæmni í rekstri, auk þess sem skaðleg samkeppni yrði úr sögunni. Orðrétt segir svo: „En þeir vom til sem töldu, að hinum mikla þrýst- ingi ýmissa aðila um sameiningu hafi að einhverju leyti ráðið menn sem sterkir vom í hinum íslenska fjármálaheimi og ekki sáttir við að hafa engin ráð í því stórveldi sem Loftleiðir voru orðnar á ís- lenskan mælikvarða. Þessir menn vom ráðamiklir í Flugfélagi íslands og með sameiningu félaganna hugsuðu þeir sér, að sagt var, að ná smám saman yfirráð- Alfreð í flugstjórabúningi, nýkvæntur með Kristjönu Millu uppá arminn. HEIMSMYND 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.