Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 54

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 54
Engin formleg skilgreining er til á hve- nær skammdegið hefst og hvenær því lýkur, en venjulega er talið að það nái yfir tveggja mánaða tímabil, frá því um 20. nóvember fram til 20. janúar, þá daga er sólin um 6 klukkustundir á lofti, en sólargangur er stystur 21. desember, rétt rúmar fjórar klukkustundir. „Drauga-, trölla- og forynjusögur verða til alls staðar í skammdeginu norð- an Alpafjalla, við erum langt frá því að vera ein um þessar sögur.“ Árni Björns- son þjóðháttafræðingur segir að forynjur okkar séu þó stórbrotnari en annars staðar. „Ég held það sé allt eins vegna þess hve landslagið hér er stórbrotið og hve fólkið er fátt, fremur en vegna myrkursins. Hér hefur fólk verið meira eitt á ferð og vegalendir talsverðar milli bæja, það þarf því ekki mikið ímyndun- arafl til að ýmsar verur verði til. Sjálfur hef ég verið einn á ferð í óbyggðum um hábjartan dag og það var ekki laust við að ímyndunaraflið væri farið af stað, hvað þá ef ég hefði verið á ferð í svart- asta skammdeginu.“ Hvað gerði fólk sér til dundurs í skammdeginu hér áður? „Það vann geysilega mikið, vinnuharka var mikil, einkum þó eftir siðaskiptin því þá fækk- aði mjög helgidögum frá kaþólskum sið. Það er ekki fyrr en á 20. öldinni sem tala helgidaga verður aftur söm og á miðöld- um. Fyrir jól var mikið að gera á heimil- um, prjónavinna var mikil þar sem upp- gjör við kaupmanninn fór fram fyrir jól- in.“ Það var því langt frá því að fólk legðist í híði í gömlu torfbæjunum, illa upplýst- um og köldum. En fólk reyndi að þjappa sér saman yfir ljósum í baðstofunni og vinna undir húslestrum og annarri skemmtun. Hefur skammdegið haft einhver áhrif á geðheilsu okkar Islendinga? Ekki segir Högni Óskarsson, geðlæknir, en bætir þó við að þegar rannsóknir hafi farið fram á tíðni þunglyndis og innlagna á spítölum sums staðar erlendis hafi komið í ljós árstíðabundnar sveiflur sem gera vart við sig vor og haust. „Það hefur til dæmis verið sett fram tilgáta í Finnlandi um að aukið þunglyndi og sjálfsmorð á vorin standi í beinu sambandi við at- vinnuhætti, bændur komi oft illa undan vetrarþunganum, uppskeran löngu búin og endar ná ekki saman. Borgarfólk virðist hins vegar eiga við meiri þung- lyndisvandamál að stríða á haustin. Árstíðabundið þunglyndi getur tengst skorti á sólarljósi, þetta nefnist á erlendu 54 HEIMSMYND F lestir árekstrar •H slys eiga sér stað í máli seasonal affective disorder og lífeðl- isfræðilega skýringin er sú að sólarljósið örvi ákveðnar frumur í augunum sem hafa áhrif á heilaköngul sem framleiðir taugaboðefni. Skortur á ljósi getur því framkallað þunglyndi, en þetta er þó ekki mjög algengt.“ íslendingar hafa brugðist við skamm- deginu með jólum og jólaundirbúningi, en ljósahátíð var haldin hér löngu fyrir kristnitökuna. „Baðstofumenningin hef- ur verið aðlögun að þessu skammdegi, og samvera fólksins, vinnan, frásagnirn- ar og kveðskapurinn hefur unnið gegn þunglyndisviðbrögðum manna og aukið samkennd fólksins. Við höldum enn í þetta, fólk er mikið í fjölskylduboðum og vinaboðum í desember og um jólin, og mönnum finnst notalegt að sitja yfir kertaljósum.“ Högni vinnur nú að rannsókn á því hvort árstíminn hafi áhrif á geðheilsu fólks og er niðurstaðna að vænta í lok þessa árs. Hann verður ekki var við auk- inn fjölda sjúklinga eftir árstímum, enda eru sjúklingar hans hjá honum í tímum vikum og mánuðum saman. „Það er verulegur munur á áfengissölu eftir árstíðum," segir Gústaf Níelsson skrifstofustjóri Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. „Fyrri hluti árs er alltaf lakari í sölu, janúar, febrúar og mars, en svo verður salan meiri eftir því sem líður á árið, mikil yfir sumarmánuðina, en dregst saman í september og október. Desember er langsöluhæsti mánuðurinn, léttu vínin seljast langmest þá, til dæmis fer um helmingur allrar rauðvínssölu fram í desember." Skemmtistaðirnir eru einnig vel sóttir í desember. „Það er eins og fólk finni hjá sér löngun til að skemmta sér þegar tek- ur að hausta,“ segir Birgir Hrafnsson skemmtanastjóri í Broadway. „Sumar- næturnar eru fagrar og fólk vill frekar eyða þeim úti við og aðsókn dettur því alltaf niður á skemmtistöðunum á sumr- in, en á haustin fara skemmtistaðirnir af stað með skemmtiatriði og þessháttar og það hefur alltaf verið vel sótt. Aðsóknin hefur alltaf verið mjög góð í desember, miklu meira að gera fram að jólum en eftir áramótin, í janúar og febrúar." En er fólk drukknara á skemmtistöð- unum í svartasta skammdeginu? „Ég sé er.ran mun á því, sumir fara vel með vín, ió'. r ekki, og það er alveg sama á hvaða aís.tíma það er, en það er léttara yfir fólki á sumrin." Hvað gerir fólk sér til skemmtunar í skammdeginu? Svo virðist sem töluverð myrkrinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.