Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 60

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 60
TOGSTREITA EFTIR ÖLÖFU RÚN SKÚLADÓTTUR — Hvílíkar breytingar sem hafa orðið á stöðu kvenna, útivinnandi, giftra mæðra á okkar tímum! Hvílíkar við- horfsbreytingar sem hafa átt sér stað! Það er ótrúlegt hvað afstaða karla til barnauppeldis hefur breyst, hve sjálfsör- uggar konur í atvinnulífinu eru orðnar. Skilningur milli kynjanna á gagnkvæm- um þörfum er mun meiri en áður var. Nú skipta hjón með sér húsverkum og barnauppeldi. Henni gengur fljúgandi vel í starfi þó hún sé orðin móðir. Hann leyfir sér að vera tilfinningavera, hinn mjúki maður á níunda áratugnum. Bæði eru ánægð í starfi og ástalífið er fjörugt. Allt gengur eins og í sögu á þessum jafn- réttistímum. Eða hvað? Ekki samkvæmt nýútkom- inni skýrslu Shere Hite sem tímaritið Time slær upp á forsíðu nýlega. Höfund- ur umræddrar skýrslu er þegar orðin þekkt fyrir rannsóknir sínar á samskipt- um og stöðu kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum þessarar skýrslu sem er mjög umdeild eru banda- rískar konur orðnar langþreyttar á yfir- gangi og skilningsleysi karla. Níutíu og fimm prósent þeirra kvenna sem tóku þátt ( könnuninni segjast verða fyrir til- finningalegum og sálrænum yfirgangi frá hendi eiginmanna sinna, og níutíu og átta prósent kvennanna segjast vilja grundvallarbreytingar á ástarsambönd- ERU KRÖFURNAR Á KONUM KOMN- AR FRAM ÚR ÖLLU HÖFI? HVERNIG TEKST KONUM AO SAMEINA ÞAÐ AO VERA MÆÐUR OG ÚTIVINNANOI? ER LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ, KRÖF- UR í ATVINNULÍFI OG HEIMA FVRIR AÐ SLIGA NÚTÍMAKONUR? um sínum. Togstreita og vonbrigði virð- ast ganga eins og rauður þráður í gegn- um könnun Shere Hite. Þessi togstreita kvenna er ekkert einskorðuð við banda- rískt samfélag. Víða í hinum vestræna heimi virðist mikillar togstreitu gæta hjá konum, þótt viðhorf í þeirra garð hafi breyst í kjölfar jafnréttisbaráttunnar. Á íslandi jafnt og öðrum vestrænum löndum taka karlmenn í vaxandi mæli þátt í heimilisstörfum, og konur finna frelsið sem fylgir átta til tólf klukku- stunda vinnudegi utan heimilisins. Hefur álagið sem hvílir á konum samt sem áður ekki margfaldast? Er ekki ætlast til þess að jafnhliða glæstum starfsframa sinni þær barnauppeldi og heimilishaldi? Þjóðfélagskringumstæður eru ekki hag- stæðar fyrir útivinnandi mæður. Engu að síður eru þær ófáar konurnar sem reyna að sameina þessi ólíku hlutverk. Eru þær ofurkonur? Eða ef til vill metnaðarsjúk- ar framakonur? Konur taka nú í auknum mæli þátt í atvinnulífinu og hafa haslað sér völl í mörgum þeim atvinnugreinum þar sem karlar sátu áður við stjórnvölinn. Ein- stæðar mæður eiga engan valkost, þær verða að vinna úti til að sjá sér og sínum farborða. Oft á tíðum virðast báðir for- eldrar þurfa að vinna úti til að borga skuldir og matarreikninga. Konur hafa hins vegar val í þeim tilfellum þar sem ein laun duga til að borga heimilishaldið. í flestum tilvikum hafa karlmennirnir hærri laun enda ekki að ástæðulausu að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur nýverið skipað nefnd til að rannsaka launamun kynjanna. Orðatiltækið: „Sá á kvölina sem á völ- ina“ virðist eiga vel við í þessu tilfelli. Hvort velja þessar konur að vera heima og sinna börnum og búi, eða að fara út á vinnumarkaðinn, og hvað stjórnar þessu vali? 60 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.