Heimsmynd - 01.11.1987, Page 62

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 62
LÓA K. SVEINBJÖRNSDÓTTIR „ÉG TEL ÞAÐ FORRÉTTINDI AO GETA VERIO HEIMA Á MEÐAN BÖRIMIN ÞURFA SEM MEST Á MANNI AÐ HALDA." af vinnuæðinu hérna heima þar sem allir vilja eiga allt til alls og vera fullkomnir." Hildur Baldursdóttir álítur að ef til vill megi að hluta til rekja þetta margfalda álag til þess, að konan sjálf einfaldlega treysti ekki makanum til að leysa af hendi hluta af þeim störfum sem vinna þarf á heimilinu. „Verkstjóri ber einn ábyrgðina, þú getur ekki bæði haldið og sleppt.“ Að Hildar mati er ekkert sem hindrar konur í því að leyfa feðrum að komast að, nema þá ef til vill hversu tregar mæður eru í raun undir niðri til að láta þessa ábyrgð af hendi. Er eitthvað til í þessu? Skella konur skuldinni á karlmenn að ósekju? Vilja þær sjálfar innst inni halda völdum (og völdum fylgir ábyrgð ekki satt?) innan veggja heimilisins, jafnframt því að standa sig í starfi úti í bæ. Ung móðir sem vinnur úti hálfan dag- inn segir að vissulega sé hún verkstjóri á sínu heimili, ef hún bendi ekki á hvað þarf að gera þá fái hún ekki hjálp frá eig- inmanninum við heimilisstörfin. „Hann sér ekki hvað þarf að gera.“ En hefur afstaða karlmanna til heimilisstarfa og barnaumsjár ekki breyst? Sú kynslóð karla sem nú er á þrítugsaldri og upplifði þann tíma þegar jafnréttisbaráttan stóð sem hæst tekur í auknum mæli þátt í barnaumönnun og heimilishaldi. Vissu- lega fyrirfinnast enn karlmenn sem telja það nauðsynlegt að vera kvenkyns til að sinna börnum, hreyfa við ryksugu eða skúra gólf. Þeim virðist þó fara fækk- andi. Er það metið að verðleikum þegar konan ákveður að vera heimavinnandi? Þykir það kannski vera uppgjöf, eða jafnvel leti? Sumir segja skilningsskort ríkjandi í garð þeirra mæðra sem hafa tekið ákvörðun um að vera heimavinn- andi um stundarsakir eða til lengri tíma. Lóa K. Sveinbjörnsdóttir, viðskipta- fræðingur, sem var í fullu starfi um tíma og vinnur hálfan daginn sem stendur, er ákveðin í því að hætta að vinna úti þegar annað barnið kemur í heiminn nú bráð- lega. „Mig íangar að vera hjá börnunum mínum, og ég tel það forréttindi að geta verið heirna." Lóa segist verða vör við fordóma vegna þessarar ákvörðunar, sérstaklega hjá vinum og kunningjum sem flestir eru langskólagengnir. „Framakonum finnst það sóun á hæfileikum að standa í bleyjustússi.“ Hún segir áberandi í sín- um kunningjahópi að starfsframi sé val- inn fram yfir barneignir. Hún kveðst alls ekki ætla að vera heimavinnandi um ald- ur og ævi, en segir það skyldu foreldra að sinna börnum sínum. „í mínu tilfelli er eiginmaðurinn með hærri tekjur og því liggur það beinast við að ég sé heima en ekki hann.“ Þar fyrir utan segir Lóa að málið hefði þá fyrst orðið flókið ef þau öfluðu jafnmikilla tekna, því að þá hefðu þau vafalaust slegist um að fá að vera heima! Lóa segist verða vör við að það þyki 62 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.