Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 67

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 67
LIFSHÆTTIR EFTIR VALGERÐI JÖNSDÖTTUR Að móta MANNESKJUR Sú var tíð að menn töldu sig fá vöggu- gjafirnar frá guði og þökkuðu skaparan- um útlit sitt ef hann hafði veitt rausnar- lega og menn gátu verið sáttir við þá mynd sem þeir sáu í speglinum. Peir óánægðu urðu bara að láta sig hafa það, búa til máltæki eins og „oft er flagð und- ir fögru skinni" og leggja áherslu á að fólk bæri ekki fegurðina utan á sér, ræt- ur hennar væru dýpri og gæti jafnvel mjög ófrítt fólk verið fagurt í viðkynn- ingu, svo sem eins og til dæmis Fflamað- urinn. En skaparinn er ekki lengur einn um það að móta útlit manna, því víðsvegar um heim ganga menn um í hvítum slopp- um og breyta fólki, minnka brjóst eða stækka, breyta nefum og slétta úr hrukk- óttum andlitum. Skapnaðarlæknar var íslenska heiti þessara lækna fyrst eftir að þeir komu fram á sjónarsviðið, þýðing á orðinu plastic-surgeons, en það á þó ekk- ert skylt við plast, orðið kemur úr grísku og þýðir „plastos“ það að skapa eða móta. Þessir menn nefnast nú lýtalækn- ar, og eru 9 íslenskir læknar sérmenntað- lr 1 þessari grein skurðlækninga, 4 eru starfandi hér á landi, þrír á Lýtalækn- ingadeild Landspítalans og einn á slysa- deild Borgarspítalans. Lýtalækningadeild hefur verið starf- fækt á Landspítalanum undanfarin 10 ár, en lýtalækningar hafa verið stundaðar hér á landi mun lengur. Sú skoðun er út- breidd meðal almennings að lýtalækn- mgar séu nánast eingöngu sprottnar af hégómlegum hvötum, menn láti lyfta á sér andlitinu, brjóstunum eða taka af sér aukakflóin. Fegrunarlækningar, sem eru ein grein lýtalækninga, hafa vissulega aukist mjög, einkum erlendis. Þar græða sumir lýtalæknar á tá og fingri á einka- stofum og jafnvel stofnunum þar sem fengist er við að lagfæra flesta þá útlits- galla sem hrjá menn og konur. Hálf milljón Bandaríkjamanna fór þannig í fegrunaraðgerð á síðasta ári, þeim fjölg- ar ört milli ára, því 1981 voru þeir 300 þúsund. Flestir eru að reyna að leika á Elli kerlingu, en bitinn er ekki gefinn, og því er sagt að þegar menn hafi náð 40 ára aldri þar í landi þá séu þeir ekki með það andlit sem æviárin segja til um, held- ur það andlit sem þeir geta borgað fyrir. „Markmið læknisfræðinnar er ekki eingöngu að bjarga mannslífum, heldur gefa fólki tækifæri til að lifa ánægjulegra lífi. “ Árni Björnsson er einn af frum- kvöðlum lýtalækninga hér á landi, byrj- aði upp úr 1960, en á Lýtalækningadeild- inni vinna auk hans þeir Knútur Björns- son sem einnig hefur starfað í fjölmörg ár og Ólafur Einarsson. HEIMSMYND lagði leið sína á fund Árna til að fræðast um þróun lýta- og fegrunarlækninga hér- lendis. Á setustofunni biðu tveir sjúkl- Fyrstur íslendinga tii að flytja vef var Björn Ólafsson augnlæknir, en hann flutti vef af handlegg á augnlok eins og sjá má á myndinni. Aðgerðin fór fram 1902. ingar. Hvorugur átti að fara í fegrunar- aðgerð, því hjá öðrum átti að lagfæra meðfæddan útlitsgalla, og hinn sjúkling- urinn var til meðferðar vegna brunasára. „Á deildinni eru 11 rúm, af þeim er eitt einangrað fyrir brunasárasjúklinga með meiriháttar bruna. Á göngudeild er einnig rúm fyrir einn brunasárasjúkling, en auk þess liggja börn sem við sinnum vegna meðfæddra og áunninna útlitsgalla á barnadeild spítalans." Og Árni heldur áfram: „Lýtalækning- ar eiga sér langa sögu, hve langa vitum við ekki, en við vitum að Indverjar fluttu húð af enni til að búa til úr henni nef, löngu fyrir Krists burð, en þá var og er jafnvel enn vinsæl refsing að skera af nef, sérstaklega af ótrúum eiginkonum. Það vill svo skemmtilega til að fyrsta skráða lýtalækningaaðgerðin á Vestur- löndum var gerð á íslendingi. Það var Þorgils skarði og er sú frásögn í Sturl- ungu en aðgerðin var gerð um 1242 við hirð Hákonar gamla. Fyrsti íslendingur til að flytja vef var Björn Ólafsson augn- læknir og eru til myndir af einum sjúkl- inga hans en á henni flutti hann húð af handlegg á augnlok, líklega árið 1902. Matthías Einarsson framkvæmdi húð- flutninga en það var ekki fyrr en Snorri Hallgrímsson síðar prófessor kom til ís- lands í upphafi síðari heimsstyrjaldarinn- ar að farið var að gera lýtalækningaað- gerðir í einhverjum mæli. Snorri hafði unnið með fyrsta lýtalækni Svía Alan Ragnell. Hann gerði flestar lýtalækn- ingaaðgerðir sem þá voru kunnar en lítið af hreinum fegrunaraðgerðum. Vefja- og húðflutningar eru undirstaða lýtalækninga, en Indverjar stunduðu húðflutninga og framkvæmdu lýtaskurð- lækningar. Síðar þekktist þessi tegund lækninga á Ítalíu, „en það er ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar sem farið er að stunda vefjaflutninga í einhveijum mæli og með árangri. Kringum árið 1920 uppgötvuðu þrír menn á sama tíma aðferð til að flytja vef á öruggari hátt en áður hafði þekkst. Þeir voru V.P. Filatov, rússneskur lækn- ir, Þjóðverjinn Hugo Ganzer og breski skurðlæknirinn Harold Delf Gillies. Um svipað leyti breytir franski skurðlæknir- inn Victor Veau aðferðum við að loka andlitsskörðum í þá veru sem gert er enn þann dag í dag í aðalatriðum, og á þess- um árum eru hreinar fegrunarskurð- lækningar að verða til í starfi franska kvenskurðlæknisins Madame de Noel og þýska gyðingsins J. Joseph, en de Noel gerði andlits- og brjóstalyftingar og Jos- eph er þekktastur fyrir aðgerðir til að breyta nefjum. Sem sérgrein voru lýta- lækningar fyrst viðurkenndar í Tékkó- slóvakíu, en síðar í öðrum Evrópurfkjum og í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar eru aðeins 4 lýtalæknar á Bretlandseyjum. í síðari heimsstyrjöldinni urðu geysi- legar framfarir í lýtalækningum, aðallega í meðferð andlitsáverka og brunasára og voru Bretar og Ameríkanar þar fremstir í flokki. Flestir brautryðjendur lýtalækna á Norðurlöndum voru lærðir í Bretlandi og tóku þekkinguna með sér heim og nú standa Norðurlöndin flestum á sporði í þessari grein skurðlækninga. HEIMSMYND 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.