Heimsmynd - 01.11.1987, Side 71

Heimsmynd - 01.11.1987, Side 71
Fimmtán tll tuttugu ný brjóst eru byggð upp á hverju árl, en um 75 konur mlssa brjóst af völdum krabbamelns á árl hverju. Hór hefur annað brjóstlð verið minnkað en hltt byggt upp. hve beinið á að vera stórt og hvernig það á að vera í laginu." Hið sama sagði hann gilda um aðrar aðgerðir, það væri til dæmis hægt að láta tölvuna reikna út hvernig nef ætti að vera í samræmi við önnur hlutföll andlitsins, eða hversu miklar tilfærslur þarf að gera á andlits- beini til að fá fram ákveðna útlitsbreyt- ingu. „Þó þetta hljómi eins og í vísinda- skáldsögu þá er þetta hægt. En þó er aldrei hægt að segja nákvæmlega fyrir um hvernig aðgerðin heppnast, hinir líf- fræðilegu þættir sjúklinganna eru jafn ólíkir og sjúklingarnir eru margir. Þann- ig gróa sár misvel, og svo sjá menn ekki sömu hlutina með sömu augum, fyrir mér lítur sjúklingur öðruvísi út en hann sér sig sjálfur. Tölvur til þessara nota eru mjög dýrar, en eiga eflaust eftir að þróast heilmikið, en fyrr eða síðar förum við að nota þær eins og aðrir.“ Flestir eru 2 til 3 vikur að jafna sig eft- ,r andlitslyfingu, „en það fer þó mjög eftir eðli húðarinnar". Lengri tíma tekur það fólk að jafna sig eftir nefaðgerð, eða um 4 mánuði. „Það má segja að aðgerð- m hafi heppnast vel, ef enginn tekur eftir því að nokkuð hafi verið gert.“ Karlmenn eru enn í miklum minni- hluta þeirra sem gangast undir fegrunar- uðgerðir hér á landi en hlutfall kynjanna er eitthvað að breytast í Bandaríkjunum, þar vex körlum ásmegin og eru að verða jafn fúsir og konur að gangast undir slík- ar aðgerðir, og hefur þeim fjölgað um 35 Prósent á síðastliðnum tveim árum. Fitu- sog er vinsæl aðgerð hjá fegrunarlæknum 1 Bandaríkjunum og víðar, fitan er soguð rueð þar til gerðu röri af holdmiklum stöðum líkamans og í sumum tilfellum er henni dælt inn annars staðar þar sem meiri þörf er fyrir hana. Megum við eiga von á slíkum aðgerðum hér? „Auðvitað er hægt að gera þetta en ég vú helst sjá árangur af allmörgum að- gerðum og í alllangan tíma áður en ég rýk upp til handa og fóta. En ég held það verði lítið eftir af þeirri fitu sem sprauta á inn annars staðar þegar litið er til lengri tíma, því reynslan hefur sýnt að likaminn losar sig við hana smátt og smátt.“ Rúmlega 100 ný tilfelli af brjósta- krabba koma fram hér á landi á hverju ári. „Flestar þessara kvenna missa brjóst og tæplega fjórðungur þeirra lætur byggja upp brjóst að nýju. Við byrjuðum á þessu fyrir um 15 árum, og notum aðal- lega tvær aðferðir. Annars vegar tökum við vef af einhverjum stað líkamans, svo sem af maga, og búum til úr honum brjóst, eða við þenjum húðina þar sem brjóstið var út með því að setja blöðru undir húðina og dælum vökva í smám saman. Þegar teygt hefur verið nægilega á húðinni, er silikonpúða komið fyrir undir húðinni." Á síðasta áratug hefur þróun í lýta- lækningum verið mjög hröð. Stöðugt bætast við nýjar aðferðir til að flytja vef. Aðferðir sem byggjast á aukinni þekk- ingu á æðakerfi líkamans og bættri tækni við smásjárlækningar. Á síðasta áratug hefur þróun lýtalækn- inga verið mjög hröð. Stöðugt bætast við nýjar aðferðir til að flytja vef. Aðferðir sem byggjast á aukinni þekkingu á æða- kerfi líkamans og bættri tækni við smá- sjárlækningar og það telst ekki lengur til tíðinda þótt útlimir allt niður í einn fing- ur sem farið hafa af í slysum séu græddir á að nýju með allt að 90 prósent árangri. Nú er einnig hægt að gera við margs- konar lýti á andliti og höfði með því að flytja höfuðbein til á marga vegu. Þessar aðgerðir eru byggðar á brautryðjenda- starfi franska lýtalæknisins Paul Tessier sem hóf þær á sjöunda áratugnum. Vefjaþensla er nýtt hugtak í lýtalækn- ingum sem byggist á því að hægt er að teygja á húðinni og láta hana ná yfir stærra svæði ef á þarf að halda. Húð- ræktun er einnig ný aðferð til að auka við magn húðþekju. Þessi aðferð hefur fyrst og fremst gildi við meðferð meiri- háttar brunasára þar sem heil húð er af skornum skammti. Þá má geta þess að lýtalæknar taka víðast hvar virkan þátt í grunnrannsókn- um, svo sem erfðafræði ýmissa fæðingar- galla, en á því sviði hafa fengist merkar niðurstöður sem meðal annars eru byggðar á margra áratuga athugun ís- lenskra lækna og líffræðinga á erfðagöll- um í íslenskum fjölskyldum. „Sjálfsagt að fara í svona aðgerð ef sálartetrinu líður eitthvað betur.(( „Ég fór í brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 11 árum. Þá var ég 24 ára og hafði haft mikil óþægindi af brjóstunum sem voru stór og þung. Ég fékk aldrei brjóstahaldara með nógu stórum skálum og þurfti alltaf að kaupa mér kerlingaleg brjóstahöld, ung stúlkan. Hlírarnir skárust í axlirnar á mér og ég var í miklum vandræðum með að fá á mig föt. Ég hafði mikla minnimáttarkennd af þessu og gekk hálf hokin. Mér fannst þetta hræðilega Ijótt og fannst erfitt að hlaupa, vera á hestbaki og hreyfa mig. Ég var með stöðuga vöðvabólgu og helaum í öxlunum og herðunum. Þá tók ég þá ákvörðun að fara í brjóstaminnkunaraðgerð, en ég hafði aldrei talað við neinn um þetta. Fór til læknis sem setti mig á biðlista og aðgerðin fór fram nokkrum mánuðum síðar. Læknirinn sagði mér að ein af aukaverkunum væri að ég gæti ef til vill aldrei haft barn á brjósti, en ég var harðákveðin í að láta gera þetta og hef aldrei séð eftir því. Það gekk allt vel, þessu fylgdu þó blæðingar þannig að það þurfti að fara aftur inn í brjóstið. Ég var svolítið aum á eftir, en það gerði ekkert til. Skurðirnir voru fljótir að gróa og örin hvítnuðu smám saman. Það var tekið hálft kíló úr hvoru brjósti og þetta var gífurlegur léttir. Mér fannst ég verða ný manneskja, gat rétt úr bakinu aftur og fannst ég vera frjáls. Þetta er eitt hið besta sem ég hef gert um ævina. Ég hef hitt nokkrar konur sem hafa farið í svona aðgerðir og þær hafa allar verið jafn ánægðar, og mér finnst sjálfsagt að fara í svona aðgerð ef sálartetrinu líður eitthvað betur.“ Frásögn 35 ára konu. HEIMSMYND 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.